Innlent

Gagnrýna ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu aflaheimilda

Forystumenn félaga útgerða og sjómanna, einstakar útgerðir og forystumenn sveitarfélaga hafa margir gagnrýnt harðlega ákvörðun Einars K Guðfinssonar sjávarútvegsráðherra frá því í gær, að skera aflaheimildir í þorski niður um þriðjung á næsta fiskveiðiári. Björn Ingimarsson sveitarstjóri á Langanesi segir þessa ákvörðun geti falið í sér endanlegt hrun í smærri byggðarlögum á Norðausturlandi. Hann telur enga hjálp í boðuðum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar fyrir þessi byggðarlög. Geir H Haarde forsætisráðherra sagði í gær að það fælist hughrekki í ákvörðun sjávarútvegsráðherra. Ákvörðun hans væri rétt og ríkisstjórnin stæði heilshugar að baki honum. Forsætisráðherra verður í hádegisviðtalinu á Stöð tvö að loknum hádegisfréttum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×