Innlent

Fjöldi hjónavígsla í dag

Talan sjö er ekki bara talin happatala, hún er af mörgun talin heilög. Þegar hún þrefaldast er búist við mikilli gleði. Dagurinn í dag er því vinsælasti dagurinn til að ganga í hjónaband um víða veröld.

Um tíma stefndi í að í dag yrði slegið met í hjónavígslum á Íslandi. Það varð þó ekki þar sem margir þurfti frá að hverfa vegna þess að ekki fengust salir. Í sumum tilfellum voru brúðkaupsgestirnir bókaðir í önnur brúðkaup.

Þess má geta að tvær brúðir dagsins eru fæddar þann sjöunda, sjöunda, sjötíu og sjö, önnur gifti sig í Eyjafjarðarsveit, og hin í Reykjavík.

Í Bandaríkjunum er áætlað að sjötíu þúsund pör gangi í hjónabönd í dag. Í borgum og bæjum Belgíu var hvert metið af öðru slegið og margir höfðu pantað daginn með meira en árs fyrirvara.

Það brúðkaup sem fékk líklega mesta athygli var borgaraleg vígsla bandarísku aðþrengdu leikkonunnar Evu Longoriu og körfuboltaspilarans Tony Parker. Í Evrópu eru pör fyrst gefin saman borgaralega áður en þau gifta sig í kirkju. Það munu þau hjónakorn gera og var búist við því að það yrði einnig í París í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×