Innlent

Benedikt hálfnaður yfir Ermasundið

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Íslendingurinn Benedikt Lafleur er nú hálfnaður á sundi yfir Ermasund sem hófst klukkan fjögur í morgun að íslenskum tíma. Hann gerir ráð fyrir að sundið frá Dover í Englandi til Calais í Frakklandi taki um tuttutu klukkustundir. Samkvæmt aðstoðarmönnum sem fylgja honum á bát gengur sundið vel, veður er gott og sólbjart. Nú syndi hann í frönskum sjó.

Benedikt gerði tilraun til að synda yfir Ermasundið á síðasta ári, en þurfti frá að hverfa vegna veðurs.

Sundið er tileinkað baráttunni gegn mansali og klámvæðingu og er áheitasíminn 905 2020. Takist Benedikt að synda alla leið er þetta í fyrsta sinn sem íslendingur syndir yfir Ermasundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×