Innlent

Segir stjórnvöld tefla öryggi borgara í hættu

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins sakar stjórnmálamenn um að spila með öryggi 350 fjölskyldna á ósvífinn og óábyrgan hátt. Aldrei hafi staðið til að fara að íslenskum öryggiskröfum í íbúðum á Keflavíkurflugvelli. Sett hafi verið bráðabirgðalög sem fresta endurbótum á rafkerfi vallarins fram til 2010. Rafiðnaðarsambandið hefur ítrekað bent á að að raflagnir á Keflavíkurflugvelli væru ekki í samræmi við íslenskar öryggiskröfur og gera þyrfti kostnaðarsamar breytingar til að aðlaga íbúðir þar að íslenskum stöðlum. Kostnaður við það yrði ekki undir einum milljarði íslenskra króna. Nú sé búið að leigja þrjúhundruð fjölskyldum íbúðirnar og stjórnmálamenn hafi svínbeygt Neytendastofu sem sé yfirvald í rafmagnseftirlitli og öryggismálum og látið hana kokgleypa fyrri yfirlýsingar um að íbúðirnar mættu ekki fara í notkun fyrr en lagfæringum væri lokið. Guðmundur Gunnarsson segir þetta skelfilegt og spyr hvar öryggi borgaranna sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×