Innlent

Vörugjöld verði lögð niður á þessu kjörtímabili

Viðskiptaráðherra segir ríkisstjórnina stefna að því að leggja niður vörugjöld á þessu kjörtímabili. Hann sé sammála Samtökum atvinnulífsins og segir vörugjöldin úreldan og handahófskenndan skatt sem heyri brátt sögunni til.

Samtök atvinnulífsins skora á stjórnvöld að leggja niður vörugjöld í nýjasta fréttabréfi sínu. Þau segja vörugjöldin úrelta skattheimtu sem sé handahófskennd og stýri neyslu fólks án þess að það taki eftir því. Mismunandi há vörugjöld sé á heimilistækjum og öðrum heimilisvörum og telja samtökin það aðallega bitna á neytendum. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra tekur í sama streng og segir mikilvægt að vörugjöldin verði lögð niður á þessu kjörtímabili.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar stendur til að fara yfir skattkerfið í heild sinni og endurskoða óbeina skatta á borð við vörugjöld og virðisaukaskatt..

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×