Innlent

Farþegum um flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgar

Um 17 þúsund fleiri farþegar fóru um flugstöð Leifs Eiríkssonar á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Alls fjölgaði farþegum um rúm 7 prósent.

Alls fóru rúmlega 257 þúsund farþegar um flugstöð Leifs Eiríkssonar frá byrjun janúar til loka maímánaðar. Á sama tíma í fyrra voru þeir 240 þúsund talsins. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 7 prósentum milli ára en farþegafjöldi þeirra sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um rúm 8 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×