Innlent

Banaslys í Skagafirði

Banaslys varð við mynni Norðurárdals í Skagafirði rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Ökumaður lítils jeppa sem var að koma ofan af Öxnadalsheiði, velti bíl sínum, rétt við brúna yfir Norðurá. Hann var einn á ferð en vegfarandi tilkynnti lögreglu um slysið. Hann var látinn þegar að var komið. Lögreglumenn eru enn að störfum á vettvangi en ekki er vitað um tildrög slyssins á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×