Innlent

Umhverfisvænn bíll á Bessastaði

Forstjóri Toyota í Evrópu afhenti forseta Íslands í dag nýja Lexus bifreið sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Forsetinn verður fyrsti þjóðhöfðinginn í heiminum sem tekur slíka bifreið í notkun.

Bifreiðin er af Lexus gerð og er með Hybrid-kerfi sem saman stendur af rafmótor og bensínvél. Hægt er að aka henni á rafmótornum einum á allt að 60-70 km hraða á klukkustund. Þá er bifreiðin hljóðlaus og algerlega laus við útblástur og mengar þar með ekki umhverfi sitt. Forstjóri Toyota í Evrópu, Tadashi Arashima afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni forseta bifreiðina á Bessastöðum í dag. Forsetinn segist hafa verið að leita sér að bíl í heilt ár og þessi bíll standist allar kröfur sem hann setji út frá umhverfisvænum sjónarmiðum. Hann hafi keyrt á bens í þrettán ár og segist hafa viljað umhverfisvænni bíl.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×