Innlent

Fengu viðurkenningu fyrir að bjarga tveggja ára telpu af botni sundlaugar

Slysavarnarfélagið Landsbjörg veitti í dag tveimur stúlkum átta og sjö ára, viðurkenningu fyrir að hafa bjargað tveggja ára meðvitundarlausri stúlku af botni sundlaugar. Atvikið átti sér stað í Lágafelli í Mosfellsbæ í maí síðastliðnum.

Tveggja ára telpu var bjargað frá drukknun í sundlaug Lágafells í Mosfellsbæ í lok maí. Telpan fannst meðvitundarlaus án kúta á botni laugarinnar sem er metersdjúp. Vinkonurnar Rósa K. Guðleifsdóttir, Hekla Sól Hauksdóttir og Lilja María Hjaltadóttir sáu telpuna á botni laugarinnar og komu henni upp á bakkann. Sundlaugarvörðurinn blés svo lífi í telpuna sem komst til meðvitundar. Landsbjörg veitti stúlkunum í dag viðurkenningu fyrir hárrétt og skjót viðbrögð. Lilja María var ekki viðstödd í dag en Rósa og Hekla segjast báðar hafa orðið skelkaðar þegar þær sáu litlu telpuna meðvitundarlausa á botninum. Þeim var verulega brugðið þegar telpan lá meðvitundarlaus á sundlaugarbakkanum en létti töluvert þegar þær fréttu að telpan væri á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×