Innlent

Sundi yfir Ermasund frestað fram á kvöld

Benedikt Lafleur sem hugðist leggja upp í sundferð yfir Ermasundið á hádegi í dag þurfti að fresta sundinu vegna öldugangs og strauma. Benedikt ætlaði að tileinka sund sitt baráttunni gegn mansali og klámvæðingu. Hann gerir ráð fyrir að sundið frá Dover í Englandi til Calais í Frakklandi taki um tuttugu klukkustundir. Sundkappinn hyggst reyna aftur við sundið klukkan sex í kvöld, eða í síðasta lagi klukkan þrjú í nótt, en þá er spáð algjöru logni á svæðinu og ætti því að viðra betur til sundferða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×