Innlent

Staðbundin áhrif kvótaskerðingar fimm milljarðar á Vesturlandi

Snæfellsbær tapar um tveimur milljörðum vegna skerðingar á aflaheimildum samkvæmt nýrri rannsókn. Forseti bæjarstjórnar gefur lítið fyrir mótvægisaðgerðir stjórnvalda og og vill láta flytja Hafrannsóknarstofnun í bæinn. Alls eru staðbundin áhrif vegna kvótaskerðingar um fimm milljarðar árlega á Vesturlandi, lang mest í Snæfellsbæ.

Forseti bæjarstjórnar í Snæfellsbæ, Ásbjörn Óttarsson, óttast að niðurskurðurinn lami sveitarfélagið að stórum hluta, fjöldi sjómanna missi vinnu og fiskverkafólk í landi sem hafi nú vinnu í tíu mánuði á ári geti í mesta lagi unnið í sjö. Hann segir boðaðar mótvægisaðgerðir stjórnvalda, marklausar, almennt orðaðar og kliskjukenndar.

Ásbjörn segir ljóst sé að afkomunni sé kippt undan heimilunum með þessari ákvörðun og fjöldi fólks flytjist frá svæðinu.

Hlutfallslega eru mun fleiri fiskibátar í Snæfellsbæ en annars staðar á landinu en í fyrra voru þar 109 fiskiskið þar af 82 smábátar undir 25 brúttólestum. Vífill Karlsson höfundur rannsóknarinnar segir að Snæfellsbær hafi gleymst í umræðunni en Snæfellsbær sé að fara jafnvel verr út úr skerðinguni en þorp á Vestfjörðum en engar af þeim mótvægisaðgerðum sem nefndar hafa verið til sögunnar gagnist bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×