Innlent

Ólæti á Akranesi í nótt

Mikil ölvun var á Akranesi í nótt þar sem nú standa yfir írskir dagar. Þó nokkuð var um slagsmál og pústra. Þrír gistu fangageymslur þar af einn vegna fíkniefna sem fundust á honum. Alls komu tólf fíkniefnamál upp í bænum í nótt, þau eru öll til rannsóknar hjá lögreglunni á Akranesi. Tjaldstæði bæjarins voru yfirfull og var mikið ónæði þar í nótt, einkum vegna ungmenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×