Innlent

Banaslys í Norðurárdal

 

Piltur um tvítugt lést í umferðarslysi við mynni Norðurárdals í morgun. Hann var á leið í vesturátt, niður af Öxnadalsheiði, á litlum jeppa en velti honum rétt við brúna yfir Norðurá.Hann var einn á ferð en vegfarandi sem kom að slysstaðnum tilkynnti lögreglu um atburðinn skömmu fyrir klukkan sjö í morgun.

Hann var þá þegar látinn. Allt bendir til þess að einhver stund hafi liðið áður en að var komið.

Á veginum er hættuleg beygja rétt áður en komið er að brúnni. Aðstæður á vettvangi benda til þess að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í beygjunni.

Talsverð þoka var á heiðinni en tildrög slyssins eru að öðru leyti óljós en lögreglan rannsakar málið.

Þetta er þriðja banaslysið í umferðinni í ár. Sextíu og tveir hafa hinsvegar slasast alvarlega.

Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×