Innlent

Ekki hissa þótt ráðherrann fjúki

Formaður Rafiðnaðarsambandsins sakar stjórnmálamenn um að spila með öryggi 300 ungra fjölskyldna á Keflavíkurflugvelli á ósvífin og óábyrgan hátt. Aldrei hafi staðið til að fara að íslenskum öryggiskröfum í rafmagnsmálum á svæðinu .

Fyrstu íbúðir af þrjúhundruð verða afhentar um miðjan ágúst en sett hafa verið bráðabirgðalög til að íslenskar öryggiskröfur nái ekki til svæðisins fyrr en haustið 2010.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur starfsmaður Keilis þó búið ásamt fjölskyldu sinni í einni íbúðinni frá því um miðjan júní.

Guðmundur Gunnarsson segir þetta geggjaðar sovétaðferðir. Stjórnmálamenn hafi svínbeygt Neytendastofu sem sé yfirvald í rafmagnseftirlitli og öryggismálum og látið hana kokgleypa fyrri yfirlýsingar um að íbúðirnar mættu ekki fara í notkun fyrr en lagfæringum væri lokið. Stjórnmálamenn þurfi sjálfir að bera ábyrgðina. Það sé kveðið á um eftirlitsmann í lögunum en það þýði ekki að hengja hann ef illa fari. Hann segist ekki verða hissa þótt viðskiptaráðherra þurfi að segja af sér vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×