Fleiri fréttir "Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó“ "Það er umhugsunarvert hversu vel Matthías Máni var vopnaður," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á blaðamannafundi. 24.12.2012 10:24 Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24.12.2012 09:45 Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24.12.2012 09:32 Monti mun ekki gefa kost á sér Mario Monti, sem leitt hefur sérfræðingaríkisstjórn á Ítalíu í rúmt ár, mun ekki bjóða sig fram í þingkosningunum þar í landi í febrúar næstkomandi þrátt áskoranir þess efnis. 24.12.2012 09:18 Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24.12.2012 08:49 Fjögurra ára barn tekið af ofurölvuðum foreldrum Lögreglan hafði afskipti af mjög ölvuðu pari í miðbænum með 4 ára gamalt barn rétt fyrir klukkan níu í gær. Lögreglumenn sáu fólkið efst á Skólavörðustíg þar sem maðurinn var með barnið í kerru á akbrautinni og hafði bjór í hendi. Parið var handtekið og fært á lögreglustöð. Barnavernd var kölluð til aðstoðar og var barninu komið til ættingja. Maðurinn reyndist með vera með efni meðferðis, sem talið er að séu fíkniefni, og var í svo annarlegu ástandi að hann var vistaður í fangageymslu þangað til hægt verður að ræða við hann. Móðirin fór sína leið eftir að ráðstafanir höfðu verið gerðar með barnið. 24.12.2012 08:35 Átak við móttöku úrgangs Umhverfisstofnun hefur að undanförnu unnið að því í samvinnu við hafnaryfirvöld að hafnir á landinu vinni áætlanir um móttöku og meðhöndlun úrgangs. Markmiðið er að tryggja viðunandi móttökuaðstöðu í höfnum og draga úr losun úrgangs í sjó frá skipum. 24.12.2012 06:00 Facebook-lokanir á Nesinu og Reykjanesi Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær eru meðal þeirra bæjarfélaga sem hafa lokað fyrir Facebook á tölvum bæjarstarfsmanna. Ekki hefur verið opið inn á síðuna í nokkur ár í bæjunum tveimur. 24.12.2012 06:00 Ekkert í vegi fyrir vinnslu á hákarli Matvælastofnun sá ástæðu til að slá á áhyggjur matgæðinga á heimasíðu sinni og tekur af allan vafa um að þjóðlegar aðferðir við að vinna hákarl standa óhaggaðar þrátt fyrir breytingar á matvælalöggjöfinni. 24.12.2012 06:00 Bóksala fór hægt af stað „Eftir hæga byrjun virðist bóksala hafa verið lífleg síðustu tvær vikur,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. „Mér skilst á stærri forlögunum að þau séu mjög ánægð með sinn hlut. Sérstaklega hafa skáldsögurnar verið að taka mjög við sér undanfarið.“ 24.12.2012 06:00 „Allt of margt fólk í bænum“ „Veðrið gæti ekki verið betra fyrir Þorláksmessu,“ sagði Hörður Ágústsson í Maclandi við Klapparstíg, þegar haft var samband við hann í gær. „Það er búið að vera mjög gaman síðustu dagana.“ 24.12.2012 06:00 Tófan bar sigur úr býtum Smásagan Tófan eftir Júlíus Valsson lækni bar sigur úr býtum í jólasögusamkeppni Fréttablaðsins sem efnt var til í fyrsta sinn í ár. Yfir 250 sögur bárust í keppnina og hafði dómnefnd því úr nógu að moða. 24.12.2012 06:00 Matthías vissi að konan var á Flúðum Matthías Máni Erlingsson strokufangi er enn ófundinn. Hann hefur farið á sérstakt námskeið til að læra að lifa af í óbyggðum og telur lögregla það hjálpa honum á flóttanum. 23.12.2012 18:40 Óábyrg stjórnarandstaða Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, segir óábyrgt af stjórnarandstöðunni að samþykkja skattalækkanir sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum. Skattalækkanir á taubleyjum og smokkum kosta ríkið um tíu milljónir króna. 23.12.2012 18:30 Mikill snjór í Danmörku - samgöngur liggja víða niðri Samgöngur í Danmörku eru víða lamaðar eða liggja niðri vegna mikils fannfergis síðustu daga. 23.12.2012 17:25 Nýjar myndir af Matthíasi Mána Lögreglan sendi í dag fjölmiðlum nýjar myndir af Matthíasi Mána Erlingssyni, strokufanga af Litla Hrauni, sem má sjá hér til hliðar. 23.12.2012 17:10 Aldrei meira sæði í sunnlenskar ær Sauðfjársæðingum hjá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum í Flóahreppi á þessari fengitíð er lokið. Hrútarnir fá nú kærkomið jólafrí enda hafa þeir verið undir miklu álagi undanfarnar vikur. 23.12.2012 16:04 Konunglegt brúðkaup í Svíþjóð Sænska kongunsfjölskydlan færði sænsku þjóðinni gleðitíðindi í dag þegar hún tilkynnti að Madeleine prinsessa og unnusti hennar Christopher O'Neill ætli að gifta sig í júní næstkomandi. 23.12.2012 14:46 Jólin án Maddie litlu erfiðasti tími ársins - trúa enn að hún sé á lífi Kate McCann, móðir Madeleine McCann sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 2007, vonast til að portúgalska lögreglan hefji rannsókn á hvarfi hennar á nýjan leik. 23.12.2012 14:44 Um 40 þúsund gestir í Smáralindinni og Kringlunni í gær Nóg erum að vera hjá kaupmönnum í dag enda margir á síðasta snúning að kaupa inn jólagjafirnar. Í gær komu um fjörutíu þúsund gestir í Smáralindina í Kópavogi og sömu sögu er að segja í Kringlunni. Í dag má búast við enn fleirum enda opið til ellefu í kvöld á báðum stöðum. 23.12.2012 14:04 Ný stjórnarskrá samþykkt Egyptar samþykktu nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Boðað verður til þingkosninga innan þriggja mánaða. 23.12.2012 13:34 Krefjast réttlæti fyrir Damimi Fjölmenn mótmæli standa yfir í Indlandi vegna nauðgunar á ungri konu í strætisvagni fyrr í vikunni. Mótmælendur brjóta þar með bann við slíkum fjöldasamkomum. 23.12.2012 12:12 Ekið á 55 gangandi vegfarendur á þessu ári - 4% ökumanna óku burt af vettvangi Ekið hefur verið á að minnsta kosti fimmtíu og fimm gangandi vegfarendur það sem af er ári á höfuðborgarsvæðinu. Þeim slysum sem hafa átt sér stað á nóttunni hefur fjölgað. 23.12.2012 12:06 Matthías ófundinn - lögreglan hefur fáar vísbendingar Leitin að Matthíasi Mána sem strauk af Litla-Hrauni í byrjun vikunnar hefur enn engan árangur borið. Lögregla hefur fáar vísbendingar til leita eftir. 23.12.2012 11:21 Var með 96 snáka í töskunni Egypskur karlmaður var handtekinn í gærkvöldi á flugvellinum í Cairó en tollverðir fundu 96 snáka í farangri hans. Maðurinn var við það að ganga um borð í flugvélina sem var á leið til Sádí Arabíu þegar þetta uppgötvaðist. 23.12.2012 10:23 Eldflaugar Norður-Kóreu drífa til Bandaríkjanna Nýlegt eldflaugarskot Norður-Kóreumanna sýnir að flaugar þeirra geta drifið meira en tíu þúsund kílómetra. Þetta fullyrða stjórnvöld í Suður-Kóreu. Þetta þýðir flaugarnar geta verið ógn við íbúa á vesturströnd Bandaríkjanna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur sagt eldflaugaskotið brot á samkomulagi sem í gildi er. 23.12.2012 10:20 Reykti kannabis í Heiðmörk Lögreglan hafði afskipti af manni í gær þar sem hann sat inni í bíl í Heiðmörk. Mikil kannabislykt fannst úr bílnum og voru fíkniefni í bílnum. Þá hafði lögreglan afskiti af fjölda ökumanna vegan ölvunarakstur. Einn þeirra reyndi að hlaupa undan lögreglu. 23.12.2012 10:09 Um 7800 nýskráðir bílar á þessu ári - Árið 2007 voru þeir 16 þúsund Tæplega 7.800 fólksbílar hafa verið nýskráðir hér á landi á þessu ári samkvæmt tölum Umferðarstofu. 23.12.2012 10:06 Hundrað dauðsföll á viku Yfir hundrað dauðsföll, þar sem skotvopn hafa komið við sögu, hafa orðið í Bandaríkjunum á rétt rúmri viku. Þetta kemur fram á vef Huffington Post. Á föstudag fyrir rúmri viku lét óður byssumaður til skarar skríða í Sandy Hook barnaskólanum í Connecticut. 26 manns, mest allt sex og sjö ára gömul börn, létu lífið í árásinni. Síðan þá hefur verið hart deilt um skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum. 23.12.2012 08:16 Lögreglan lokaði fjórum veitingastöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt flesta veitingastaði í Reykjavík síðastliðnar tvær nætur og hefur fjórum veitingastöðum verið lokað í slíkum heimsóknum. Þá verða 10 – 20 veitingastaðir kærðir fyrir ýmis brot sem varða rekstur veitingahúsa. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla en ekki kemur fram hvaða veitingastaðir þetta eru eða hvaða reglur hafa verið brotnar. Þá kemur líka fram að töluverður erill var í nótt hjá lögreglu, mest tengt ölvun. Lögreglan hafði afskipti af sex manns sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis- eða vímuefna. 23.12.2012 07:17 Tryggingarfélögin þurfa að greiða 130 milljónir vegna óveðursins Tryggingarfélögin greiða á annað hundrað milljónir vegna tjóna á sem urðu í óveðrinu sem gekk yfir landið í byrjun nóvember. 22.12.2012 19:11 Grafalvarlegt að hafna frestun á gildistöku nýrra barnalaga Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það grafalvarlegt að Alþingi hafi hafnað frestun á gildistöku nýrra barnalaga. Óvænt tíðindi urðu á Alþingi í gær þegar þrjár tillögur frá stjórnarandstöðuþingmönnum voru samþykktar þvert á vilja ríkisstjórnarinnar. Um tíma var búið að samþykkja lög sem aldrei áttu að taka gildi. 22.12.2012 18:37 Páfinn náðaði bryta sinn Benedikt sextándi páfi náðaði í dag fyrrverandi bryta sinn, Paolo Gabriele, sem var dæmdur í átján mánaða fangelsi í október síðastliðnum fyrir að koma leynilegum minnisblöðum til fjölmiðla. 22.12.2012 17:06 Enginn jólasnjór Ljóst er að jólin á höfuðborgarsvæðinu og suðvestanlands verða rauð í ár því engin snjór er í kortunum hjá Veðurstofu Íslands næstu daga. Á morgun Þorláksmessu er búist við austlægum áttum, víða 10 til 15 metrar á sekúndu með suðausturströndinni framan af degi og norðlægari vindur undir kvöld. 22.12.2012 17:03 Tvær milljónir farþega á árinu Icelandair flutti í dag 2 milljónasta farþegann á árinu. Farþeginn reyndist vera Þórunn Anna Karlsdóttir, sem var á leið til Boston, með flugi Icelandair FI631, sem fór frá Keflavíkurflugvelli kl. 17.00 síðdegis. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair afhenti henni glaðning við innritun í flugið; blómvönd og tvær milljónir vildarpunkta Saga Club. 22.12.2012 17:01 Nauðguðu konu í strætó og hentu henni út á ferð Táragasi og vatnsbyssum hefur verið beitt á mótmælendur í Dehli á Indlandi sem hafa síðustu daga krafist réttlætis í hryllilegu nauðgunarmáli sem kom upp síðustu helgi. 22.12.2012 14:37 Konan farin úr landi Konan, sem Matthías Máni Erlingsson var dæmdur fyrir að ráðast á, er farin úr landi með börnum sínum. Þetta staðfestir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að Matthías Máni hafi hótað konunni lífláti rétt áður en hann braust út. Hann segir jafnframt að konan hafi farið úr landi að eigin frumkvæði en ekki frumkvæði lögreglunnar. Þá segir Arnar að fjölskylda Matthíasar Mána líði mjög illa yfir stroki hans og vilji fá hann í öruggt skjól fyrir jólin. 22.12.2012 13:54 Fjórum styrkjum úr Minningarsjóði Sissu úthlutað í dag Fjórum styrkjum úr Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur, alls að upphæð 900 þúsund krónur, var úthlutað klukkan eitt í dag. Hæsta styrkinn fær Meðferðarheimilið að Laugalandi, eða um 350 þúsund krónur. 22.12.2012 13:42 "Ríkisstjórnin búin - ekki með tryggan meirihluta" Skattalækkunartillögur stjórnarandstöðunnar á taubleyjum og smokkum og voru óvænt samþykktar á Alþingi í gær þvert á vilja ríkisstjórnarinnar. Hlé var gert á atkvæðagreiðslum þegar í ljós kom að ekki voru nægilegar margir stjórnarliðar í þinghúsinu. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokk segir þetta táknræmt fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar sem hafi lengur meirihluta fyrir eigin tillögum. 22.12.2012 12:08 Leitin að Matthíasi Mána: Tveir menn handteknir í nótt Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við strok Matthíasar Mána af Litla-Hrauni. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan er engu nær um hvar strokufangann er að finna. 22.12.2012 11:30 Lilja ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri: "Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður" Lilja Mósesdóttir alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við þingkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Þar segir hún að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún þurfti síðastliðið haust. 22.12.2012 10:29 Kom að þjófum í íbúð sinni Húsráðandi við Kapellustíg í Reykjavík kom að tveimur þjófum í íbúð sinni þegar hann kom heim um áttaleytið í gærkvöldi. 22.12.2012 10:15 Kastaði hnífi í átt að lögreglumönnum Karlmaður vopnaður hnífi réðst að lögreglumönnum um kvöldmatarleytið í gær við Bríetartún í Reykjavík. Hann ógnaði fyrst lögreglumönnum sem voru inni í bíl. 22.12.2012 10:13 Þurftu að brjóta sér leið inn á stúdentagarðana Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. 22.12.2012 10:08 Alþingismenn fóru í jólafrí klukkan þrjú í nótt Alþingi lauk störfum fyrir jólafrí klukkan fimm mínútur yfir þrjú í nótt þegar þingfundi var slitið. Sautján lagafrumvörp voru afgreidd á maraþonfundi sem stóð í nærri sautján klukkustundir. 22.12.2012 10:06 Sjá næstu 50 fréttir
"Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó“ "Það er umhugsunarvert hversu vel Matthías Máni var vopnaður," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á blaðamannafundi. 24.12.2012 10:24
Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24.12.2012 09:45
Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24.12.2012 09:32
Monti mun ekki gefa kost á sér Mario Monti, sem leitt hefur sérfræðingaríkisstjórn á Ítalíu í rúmt ár, mun ekki bjóða sig fram í þingkosningunum þar í landi í febrúar næstkomandi þrátt áskoranir þess efnis. 24.12.2012 09:18
Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24.12.2012 08:49
Fjögurra ára barn tekið af ofurölvuðum foreldrum Lögreglan hafði afskipti af mjög ölvuðu pari í miðbænum með 4 ára gamalt barn rétt fyrir klukkan níu í gær. Lögreglumenn sáu fólkið efst á Skólavörðustíg þar sem maðurinn var með barnið í kerru á akbrautinni og hafði bjór í hendi. Parið var handtekið og fært á lögreglustöð. Barnavernd var kölluð til aðstoðar og var barninu komið til ættingja. Maðurinn reyndist með vera með efni meðferðis, sem talið er að séu fíkniefni, og var í svo annarlegu ástandi að hann var vistaður í fangageymslu þangað til hægt verður að ræða við hann. Móðirin fór sína leið eftir að ráðstafanir höfðu verið gerðar með barnið. 24.12.2012 08:35
Átak við móttöku úrgangs Umhverfisstofnun hefur að undanförnu unnið að því í samvinnu við hafnaryfirvöld að hafnir á landinu vinni áætlanir um móttöku og meðhöndlun úrgangs. Markmiðið er að tryggja viðunandi móttökuaðstöðu í höfnum og draga úr losun úrgangs í sjó frá skipum. 24.12.2012 06:00
Facebook-lokanir á Nesinu og Reykjanesi Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær eru meðal þeirra bæjarfélaga sem hafa lokað fyrir Facebook á tölvum bæjarstarfsmanna. Ekki hefur verið opið inn á síðuna í nokkur ár í bæjunum tveimur. 24.12.2012 06:00
Ekkert í vegi fyrir vinnslu á hákarli Matvælastofnun sá ástæðu til að slá á áhyggjur matgæðinga á heimasíðu sinni og tekur af allan vafa um að þjóðlegar aðferðir við að vinna hákarl standa óhaggaðar þrátt fyrir breytingar á matvælalöggjöfinni. 24.12.2012 06:00
Bóksala fór hægt af stað „Eftir hæga byrjun virðist bóksala hafa verið lífleg síðustu tvær vikur,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. „Mér skilst á stærri forlögunum að þau séu mjög ánægð með sinn hlut. Sérstaklega hafa skáldsögurnar verið að taka mjög við sér undanfarið.“ 24.12.2012 06:00
„Allt of margt fólk í bænum“ „Veðrið gæti ekki verið betra fyrir Þorláksmessu,“ sagði Hörður Ágústsson í Maclandi við Klapparstíg, þegar haft var samband við hann í gær. „Það er búið að vera mjög gaman síðustu dagana.“ 24.12.2012 06:00
Tófan bar sigur úr býtum Smásagan Tófan eftir Júlíus Valsson lækni bar sigur úr býtum í jólasögusamkeppni Fréttablaðsins sem efnt var til í fyrsta sinn í ár. Yfir 250 sögur bárust í keppnina og hafði dómnefnd því úr nógu að moða. 24.12.2012 06:00
Matthías vissi að konan var á Flúðum Matthías Máni Erlingsson strokufangi er enn ófundinn. Hann hefur farið á sérstakt námskeið til að læra að lifa af í óbyggðum og telur lögregla það hjálpa honum á flóttanum. 23.12.2012 18:40
Óábyrg stjórnarandstaða Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, segir óábyrgt af stjórnarandstöðunni að samþykkja skattalækkanir sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum. Skattalækkanir á taubleyjum og smokkum kosta ríkið um tíu milljónir króna. 23.12.2012 18:30
Mikill snjór í Danmörku - samgöngur liggja víða niðri Samgöngur í Danmörku eru víða lamaðar eða liggja niðri vegna mikils fannfergis síðustu daga. 23.12.2012 17:25
Nýjar myndir af Matthíasi Mána Lögreglan sendi í dag fjölmiðlum nýjar myndir af Matthíasi Mána Erlingssyni, strokufanga af Litla Hrauni, sem má sjá hér til hliðar. 23.12.2012 17:10
Aldrei meira sæði í sunnlenskar ær Sauðfjársæðingum hjá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum í Flóahreppi á þessari fengitíð er lokið. Hrútarnir fá nú kærkomið jólafrí enda hafa þeir verið undir miklu álagi undanfarnar vikur. 23.12.2012 16:04
Konunglegt brúðkaup í Svíþjóð Sænska kongunsfjölskydlan færði sænsku þjóðinni gleðitíðindi í dag þegar hún tilkynnti að Madeleine prinsessa og unnusti hennar Christopher O'Neill ætli að gifta sig í júní næstkomandi. 23.12.2012 14:46
Jólin án Maddie litlu erfiðasti tími ársins - trúa enn að hún sé á lífi Kate McCann, móðir Madeleine McCann sem hvarf sporlaust í Portúgal árið 2007, vonast til að portúgalska lögreglan hefji rannsókn á hvarfi hennar á nýjan leik. 23.12.2012 14:44
Um 40 þúsund gestir í Smáralindinni og Kringlunni í gær Nóg erum að vera hjá kaupmönnum í dag enda margir á síðasta snúning að kaupa inn jólagjafirnar. Í gær komu um fjörutíu þúsund gestir í Smáralindina í Kópavogi og sömu sögu er að segja í Kringlunni. Í dag má búast við enn fleirum enda opið til ellefu í kvöld á báðum stöðum. 23.12.2012 14:04
Ný stjórnarskrá samþykkt Egyptar samþykktu nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Boðað verður til þingkosninga innan þriggja mánaða. 23.12.2012 13:34
Krefjast réttlæti fyrir Damimi Fjölmenn mótmæli standa yfir í Indlandi vegna nauðgunar á ungri konu í strætisvagni fyrr í vikunni. Mótmælendur brjóta þar með bann við slíkum fjöldasamkomum. 23.12.2012 12:12
Ekið á 55 gangandi vegfarendur á þessu ári - 4% ökumanna óku burt af vettvangi Ekið hefur verið á að minnsta kosti fimmtíu og fimm gangandi vegfarendur það sem af er ári á höfuðborgarsvæðinu. Þeim slysum sem hafa átt sér stað á nóttunni hefur fjölgað. 23.12.2012 12:06
Matthías ófundinn - lögreglan hefur fáar vísbendingar Leitin að Matthíasi Mána sem strauk af Litla-Hrauni í byrjun vikunnar hefur enn engan árangur borið. Lögregla hefur fáar vísbendingar til leita eftir. 23.12.2012 11:21
Var með 96 snáka í töskunni Egypskur karlmaður var handtekinn í gærkvöldi á flugvellinum í Cairó en tollverðir fundu 96 snáka í farangri hans. Maðurinn var við það að ganga um borð í flugvélina sem var á leið til Sádí Arabíu þegar þetta uppgötvaðist. 23.12.2012 10:23
Eldflaugar Norður-Kóreu drífa til Bandaríkjanna Nýlegt eldflaugarskot Norður-Kóreumanna sýnir að flaugar þeirra geta drifið meira en tíu þúsund kílómetra. Þetta fullyrða stjórnvöld í Suður-Kóreu. Þetta þýðir flaugarnar geta verið ógn við íbúa á vesturströnd Bandaríkjanna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur sagt eldflaugaskotið brot á samkomulagi sem í gildi er. 23.12.2012 10:20
Reykti kannabis í Heiðmörk Lögreglan hafði afskipti af manni í gær þar sem hann sat inni í bíl í Heiðmörk. Mikil kannabislykt fannst úr bílnum og voru fíkniefni í bílnum. Þá hafði lögreglan afskiti af fjölda ökumanna vegan ölvunarakstur. Einn þeirra reyndi að hlaupa undan lögreglu. 23.12.2012 10:09
Um 7800 nýskráðir bílar á þessu ári - Árið 2007 voru þeir 16 þúsund Tæplega 7.800 fólksbílar hafa verið nýskráðir hér á landi á þessu ári samkvæmt tölum Umferðarstofu. 23.12.2012 10:06
Hundrað dauðsföll á viku Yfir hundrað dauðsföll, þar sem skotvopn hafa komið við sögu, hafa orðið í Bandaríkjunum á rétt rúmri viku. Þetta kemur fram á vef Huffington Post. Á föstudag fyrir rúmri viku lét óður byssumaður til skarar skríða í Sandy Hook barnaskólanum í Connecticut. 26 manns, mest allt sex og sjö ára gömul börn, létu lífið í árásinni. Síðan þá hefur verið hart deilt um skotvopnalöggjöfina í Bandaríkjunum. 23.12.2012 08:16
Lögreglan lokaði fjórum veitingastöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt flesta veitingastaði í Reykjavík síðastliðnar tvær nætur og hefur fjórum veitingastöðum verið lokað í slíkum heimsóknum. Þá verða 10 – 20 veitingastaðir kærðir fyrir ýmis brot sem varða rekstur veitingahúsa. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla en ekki kemur fram hvaða veitingastaðir þetta eru eða hvaða reglur hafa verið brotnar. Þá kemur líka fram að töluverður erill var í nótt hjá lögreglu, mest tengt ölvun. Lögreglan hafði afskipti af sex manns sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis- eða vímuefna. 23.12.2012 07:17
Tryggingarfélögin þurfa að greiða 130 milljónir vegna óveðursins Tryggingarfélögin greiða á annað hundrað milljónir vegna tjóna á sem urðu í óveðrinu sem gekk yfir landið í byrjun nóvember. 22.12.2012 19:11
Grafalvarlegt að hafna frestun á gildistöku nýrra barnalaga Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það grafalvarlegt að Alþingi hafi hafnað frestun á gildistöku nýrra barnalaga. Óvænt tíðindi urðu á Alþingi í gær þegar þrjár tillögur frá stjórnarandstöðuþingmönnum voru samþykktar þvert á vilja ríkisstjórnarinnar. Um tíma var búið að samþykkja lög sem aldrei áttu að taka gildi. 22.12.2012 18:37
Páfinn náðaði bryta sinn Benedikt sextándi páfi náðaði í dag fyrrverandi bryta sinn, Paolo Gabriele, sem var dæmdur í átján mánaða fangelsi í október síðastliðnum fyrir að koma leynilegum minnisblöðum til fjölmiðla. 22.12.2012 17:06
Enginn jólasnjór Ljóst er að jólin á höfuðborgarsvæðinu og suðvestanlands verða rauð í ár því engin snjór er í kortunum hjá Veðurstofu Íslands næstu daga. Á morgun Þorláksmessu er búist við austlægum áttum, víða 10 til 15 metrar á sekúndu með suðausturströndinni framan af degi og norðlægari vindur undir kvöld. 22.12.2012 17:03
Tvær milljónir farþega á árinu Icelandair flutti í dag 2 milljónasta farþegann á árinu. Farþeginn reyndist vera Þórunn Anna Karlsdóttir, sem var á leið til Boston, með flugi Icelandair FI631, sem fór frá Keflavíkurflugvelli kl. 17.00 síðdegis. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair afhenti henni glaðning við innritun í flugið; blómvönd og tvær milljónir vildarpunkta Saga Club. 22.12.2012 17:01
Nauðguðu konu í strætó og hentu henni út á ferð Táragasi og vatnsbyssum hefur verið beitt á mótmælendur í Dehli á Indlandi sem hafa síðustu daga krafist réttlætis í hryllilegu nauðgunarmáli sem kom upp síðustu helgi. 22.12.2012 14:37
Konan farin úr landi Konan, sem Matthías Máni Erlingsson var dæmdur fyrir að ráðast á, er farin úr landi með börnum sínum. Þetta staðfestir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að Matthías Máni hafi hótað konunni lífláti rétt áður en hann braust út. Hann segir jafnframt að konan hafi farið úr landi að eigin frumkvæði en ekki frumkvæði lögreglunnar. Þá segir Arnar að fjölskylda Matthíasar Mána líði mjög illa yfir stroki hans og vilji fá hann í öruggt skjól fyrir jólin. 22.12.2012 13:54
Fjórum styrkjum úr Minningarsjóði Sissu úthlutað í dag Fjórum styrkjum úr Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur, alls að upphæð 900 þúsund krónur, var úthlutað klukkan eitt í dag. Hæsta styrkinn fær Meðferðarheimilið að Laugalandi, eða um 350 þúsund krónur. 22.12.2012 13:42
"Ríkisstjórnin búin - ekki með tryggan meirihluta" Skattalækkunartillögur stjórnarandstöðunnar á taubleyjum og smokkum og voru óvænt samþykktar á Alþingi í gær þvert á vilja ríkisstjórnarinnar. Hlé var gert á atkvæðagreiðslum þegar í ljós kom að ekki voru nægilegar margir stjórnarliðar í þinghúsinu. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokk segir þetta táknræmt fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar sem hafi lengur meirihluta fyrir eigin tillögum. 22.12.2012 12:08
Leitin að Matthíasi Mána: Tveir menn handteknir í nótt Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við strok Matthíasar Mána af Litla-Hrauni. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan er engu nær um hvar strokufangann er að finna. 22.12.2012 11:30
Lilja ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri: "Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður" Lilja Mósesdóttir alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við þingkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Þar segir hún að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún þurfti síðastliðið haust. 22.12.2012 10:29
Kom að þjófum í íbúð sinni Húsráðandi við Kapellustíg í Reykjavík kom að tveimur þjófum í íbúð sinni þegar hann kom heim um áttaleytið í gærkvöldi. 22.12.2012 10:15
Kastaði hnífi í átt að lögreglumönnum Karlmaður vopnaður hnífi réðst að lögreglumönnum um kvöldmatarleytið í gær við Bríetartún í Reykjavík. Hann ógnaði fyrst lögreglumönnum sem voru inni í bíl. 22.12.2012 10:13
Þurftu að brjóta sér leið inn á stúdentagarðana Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. 22.12.2012 10:08
Alþingismenn fóru í jólafrí klukkan þrjú í nótt Alþingi lauk störfum fyrir jólafrí klukkan fimm mínútur yfir þrjú í nótt þegar þingfundi var slitið. Sautján lagafrumvörp voru afgreidd á maraþonfundi sem stóð í nærri sautján klukkustundir. 22.12.2012 10:06