Innlent

Ekkert í vegi fyrir vinnslu á hákarli

Sigurður Hólm og nafni hans Tómasson gera sig líklega til að skera hákarl.fréttablaðið/gva
Sigurður Hólm og nafni hans Tómasson gera sig líklega til að skera hákarl.fréttablaðið/gva
Matvælastofnun sá ástæðu til að slá á áhyggjur matgæðinga á heimasíðu sinni og tekur af allan vafa um að þjóðlegar aðferðir við að vinna hákarl standa óhaggaðar þrátt fyrir breytingar á matvælalöggjöfinni.

Í nýrri löggjöf um matvæli á Evrópska efnahagssvæðinu er þess gætt að sveigjanleiki sé til staðar varðandi framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla og að löggjöfin dragi ekki úr fjölbreytileika í evrópskri matargerð og hefðum.

Sveigjanleiki í löggjöfinni er sérstaklega mikilvægur varðandi framleiðslu á matvælum samkvæmt gamalgrónum hefðum og aðferðum. Vinnsla á hákarli er ein slíkra aðferða sem byggja á sögulegri hefð. Stefnt er að því að reglur um hefðbundna framleiðslu verði gefnar út á komandi ári.

Því hafa ekki verið gerðar neinar breytingar á heimildum framleiðenda til að setja á markað hákarl sem unninn hefur verið á hefðbundinn hátt. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×