Innlent

Lögreglan lokaði fjórum veitingastöðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt flesta veitingastaði í Reykjavík síðastliðnar tvær nætur og hefur fjórum veitingastöðum verið lokað í slíkum heimsóknum. Þá verða 10 – 20 veitingastaðir kærðir fyrir ýmis brot sem varða rekstur veitingahúsa. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla en ekki kemur fram hvaða veitingastaðir þetta eru eða hvaða reglur hafa verið brotnar. Þá kemur líka fram að töluverður erill var í nótt hjá lögreglu, mest tengt ölvun. Lögreglan hafði afskipti af sex manns sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis- eða vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×