Innlent

Alþingismenn fóru í jólafrí klukkan þrjú í nótt

Alþingi lauk störfum fyrir jólafrí klukkan fimm mínútur yfir þrjú í nótt þegar þingfundi var slitið. Sautján lagafrumvörp voru afgreidd á maraþonfundi sem stóð í nærri sautján klukkustundir.

Gera þurfti hlé á þingstörfum við atkvæðagreiðslur í nótt þegar í ljós kom að ekki voru nægilega margir stjórnarliðar í þinghúsinu.

Þrjár breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru því samþykktar. Meðal annars breytingartillaga um lækkun virðisaukaskatts á taubleyjum og smokkum og þá taka barnalög gildi 1. janúar en ekki 1. júlí eins og frumvarp innanríkisráðherra gerði ráð fyrir.

Alþingi kemur aftur saman 14. janúar á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×