Innlent

„Allt of margt fólk í bænum“

Ys og þys Það var margt um manninn á Skólavörðustíg og Laugavegi í gær.
fréttablaðið/valli
Ys og þys Það var margt um manninn á Skólavörðustíg og Laugavegi í gær. fréttablaðið/valli
„Veðrið gæti ekki verið betra fyrir Þorláksmessu,“ sagði Hörður Ágústsson í Maclandi við Klapparstíg, þegar haft var samband við hann í gær. „Það er búið að vera mjög gaman síðustu dagana.“

Spurður hvernig traffíkin hafi verið svaraði hann: „Það er náttúrulega búið að vera alveg gjörsamlega sturlað að gera.“

Stemningin hefur einnig verið góð í jólaösinni og margt fólk í bænum. Svo margt raunar að Hörður segist hafa óskað þess að Laugaveginum væri breytt í göngugötu á meðan mest væri um gangandi vegfarendur. „Það er bara allt of margt fólk í bænum og það þarf að gefa því meira pláss heldur en bílunum.“- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×