Erlent

Mikill snjór í Danmörku - samgöngur liggja víða niðri

Af vef danska ríkissjónvarpsins
Af vef danska ríkissjónvarpsins
Samgöngur í Danmörku eru víða lamaðar eða liggja niðri vegna mikils fannfergis síðustu daga.

Strætó, lestir og rútur ganga ekki þar sem margir vegir eru hreinlega ófærir vegna snjós. Þetta er kannski ekki beint heppilegasti tíminn þar sem margir eru nú að keyra út jólagjafir til vina og ættingja.

Á vef Jyllands Posten segir að ástandið sé einna verst á Jótlandi, þá einna helst í Árósum og Horsens.

Þeir sem ætla að ferðast um landið eru beðnir að vera tímanlega, sérstaklega ef farþegar þurfa að taka lestir til að komast leiða sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×