Erlent

Monti mun ekki gefa kost á sér

Mario Monti
Mario Monti MYND/AFP
Mario Monti, sem leitt hefur sérfræðingaríkisstjórn á Ítalíu í rúmt ár, mun ekki bjóða sig fram í þingkosningunum þar í landi í febrúar næstkomandi þrátt áskoranir þess efnis.

Monti er þó reiðubúinn til að gegna starfi sínu áfram falist sigurvegarar kosninganna eftir því.

Monti hélt blaðamannafund í gær þar sem hann opinberaði fyrirætlanir sínar. Sagðist hann ekki geta boðið sig fram í komandi kosningum þar sem hann styddi engan stjórnmálaflokk sem væri í framboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×