Erlent

Nauðguðu konu í strætó og hentu henni út á ferð

Frá mótmælunum
Frá mótmælunum
Táragasi og vatnsbyssum hefur verið beitt á mótmælendur í Dehli á Indlandi sem hafa síðustu daga krafist réttlætis í hryllilegu nauðgunarmáli sem kom upp síðustu helgi.

Tuttugu og þriggja ára konu var þá nauðgað af fjórum karlmönnum um borð í strætisvagni. Henni var síðan fleygt úr vagninum á ferð. Konan hefur verið í lífshættu á sjúkrahúsi síðan.

Mennirnir fjórir eru í haldi lögreglu en mótmælendur telja að refsingar vegna kynferðisofbeldis séu allt of vægar og að nauðganir séu ekki litnar nægilega alvarlegum augum af yfirvöldum, og þá sérstaklega lögreglu og dómstólum.

Mótmælendur voru til að byrja með flestir af yngri kynslóðinni en eftir því sem liðið hefur á vikuna hefur fjölgað í þeirra röðum og þá hafa áhrifamiklir einstaklingar úr stjórnmálum og skemmtanaiðnaði lagt þeim lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×