Innlent

Fjórum styrkjum úr Minningarsjóði Sissu úthlutað í dag

Fjórum styrkjum úr Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur, alls að upphæð 900 þúsund krónur, var úthlutað klukkan eitt í dag. Hæsta styrkinn fær Meðferðarheimilið að Laugalandi, eða um 350 þúsund krónur.

Meðferðarheimilið Laugaland 350 þúsund krónur.

Meðferðarheimilið Lækjarbakki 200 þúsund krónur.

Meðferðarstöðin Stuðlar 200 þúsund krónur.

Fræðsluverkefni um Kannabis 150 þúsund krónur.

Sigrún Mjöll, sem hefði orðið 20 ára gömul í dag, var sjálf í meðferð á Laugalandi. Minningarsjóður um hana var stofnaður skömmu eftir að hún lést. Hann hefur verið fjármagnaður með ýmsum hætti. Til dæmis hafa verið haldnir tónleikar á Laugalandi. Þá gaf Aron Pálmarsson handboltamaður 450 þúsund krónur í sjóðinn á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×