Erlent

Var með 96 snáka í töskunni

Egypskur karlmaður var handtekinn í gærkvöldi á flugvellinum í Cairó en tollverðir fundu 96 snáka í farangri hans. Maðurinn var við það að ganga um borð í flugvélina sem var á leið til Sádí Arabíu þegar þetta uppgötvaðist.

Snákarnir voru á bilinu þrjátíu til níutíu sentimetrar. Maðurinn gaf þær útskýringar að hann hygðist selja snákana fyrir háa upphæð en að sögn fjölmiðla í Egyptalandi eru snákarnir af afar sjaldgæfari tegund en ekki er ljóst hvort þeir eru eitraðir.

Málið er litið alvarlegum augum í Egyptalandi og er það nú í rannsókn hjá þar til gerðum stofnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×