Innlent

Kom að þjófum í íbúð sinni

Mynd/
Húsráðandi við Kapellustíg í Reykjavík kom að tveimur þjófum í íbúð sinni þegar hann kom heim um áttaleytið í gærkvöldi.

Þjófarnir náðu að flýja með því að stökkva niður af svölum en íbúðin er á annarri hæð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk fimm tilkynningar um innbrot og þjófnaði í gærkvöldi og nótt.

Brotist var inn í fjögur íbúðahús og verðmætum stolið. Þjófarnir spenntu glugga upp til að komast inn. Þá var yfirhöfn tekin á veitingahúsi við Austurstræti en dyraverðir náðu þjófnum.

Hann var skilríkjalaus og var vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×