Innlent

Um 40 þúsund gestir í Smáralindinni og Kringlunni í gær

Nóg erum að vera hjá kaupmönnum í dag enda margir á síðasta snúning að kaupa inn jólagjafirnar. Í gær komu um fjörutíu þúsund gestir í Smáralindina í Kópavogi og sömu sögu er að segja í Kringlunni. Í dag má búast við enn fleirum enda opið til ellefu í kvöld á báðum stöðum.

Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir í samtali við fréttastofu í dag að allt hafi gengið eins og í sögu, kaupmenn séu ánægðir með traffíkina og mikið af fólki gangi um verslunarmiðstöðina og kaupi síðustu gjafirnar.

„Það er búið að vera líf og fjör hjá okkur, mikil jólastemming og allir í góðu skapi," segir hann.

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að allt hafi verið eins og best verður á kosið og búist sé við fleiri gestum í dag og á morgun ef allt fer eftir bókinni.

„Við erum afskaplega sátt og kaupmennirnir líka," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×