Facebook-lokanir á Nesinu og Reykjanesi 24. desember 2012 06:00 Lokað hefur verið fyrir Facebook hjá starfsmönnum bæjarfélaganna í nokkur ár, en nú standa yfir viðræður um hvort kominn sé tími til að endurskoða bannið. Nordicphotos/getty Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær eru meðal þeirra bæjarfélaga sem hafa lokað fyrir Facebook á tölvum bæjarstarfsmanna. Ekki hefur verið opið inn á síðuna í nokkur ár í bæjunum tveimur. Guðrún Þorsteinsdóttir, starfsþróunarstjóri hjá Reykjanesbæ, segir aðganginum hafa verið lokað að beiðni stjórnenda í stofnunum innan bæjarins, meðal annars vegna kostnaðar við niðurhal. „Þá var þessi ákvörðun tekin, en það eru gerðar undantekningar,“ segir hún. „Ég get ekki svarað fyrir það hvort þetta hafi tekið mikinn tíma frá starfsmönnum, en stjórnendur fögnuðu því þegar þessu var lokað, enda óskuðu þeir sjálfir eftir því.“ Guðrún segir að alltaf sé verið að ræða hvort opna eigi fyrir Facebook-aðgang að nýju, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir að lokað hafi verið alla hennar bæjarstjórnartíð og fyrir þann tíma. „Það hefur alltaf verið mín stefna að hafa lokað fyrir Facebook, Myspace og Youtube,“ segir Ásgerður. „Til að opna fyrir það þarf bæjarstjórn að fara yfir málið, móta stefnu og setja sérstakar reglur og viðmið.“ Nú vilja skólastjórar og fræðslustjórar innan bæjarins opna aðgang fyrir nemendur og kennara grunnskóla. Að sögn Ásgerðar eru fræðslustjórar nú að safna upplýsingum um málið til að kynna fyrir bæjarstjórn. „Starfsmenn hafa aldrei verið með þetta opið. Síðan hafa skoðanir og tölfræði sýnt það að fólk er að eyða mismiklum tíma í þetta,“ segir hún. Bæði Seltjarnarnesbær og Reykjanesbær eru með skráðar Facebook-síður, en ekki hefur verið mikil virkni hjá þeim fyrrnefnda undanfarin misseri. Undantekningar eru gerðar fyrir starfsmenn Reykjanesbæjar sem sjá um síðuna. sunna@frettabladid.is Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Reykjanesbær og Seltjarnarnesbær eru meðal þeirra bæjarfélaga sem hafa lokað fyrir Facebook á tölvum bæjarstarfsmanna. Ekki hefur verið opið inn á síðuna í nokkur ár í bæjunum tveimur. Guðrún Þorsteinsdóttir, starfsþróunarstjóri hjá Reykjanesbæ, segir aðganginum hafa verið lokað að beiðni stjórnenda í stofnunum innan bæjarins, meðal annars vegna kostnaðar við niðurhal. „Þá var þessi ákvörðun tekin, en það eru gerðar undantekningar,“ segir hún. „Ég get ekki svarað fyrir það hvort þetta hafi tekið mikinn tíma frá starfsmönnum, en stjórnendur fögnuðu því þegar þessu var lokað, enda óskuðu þeir sjálfir eftir því.“ Guðrún segir að alltaf sé verið að ræða hvort opna eigi fyrir Facebook-aðgang að nýju, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir að lokað hafi verið alla hennar bæjarstjórnartíð og fyrir þann tíma. „Það hefur alltaf verið mín stefna að hafa lokað fyrir Facebook, Myspace og Youtube,“ segir Ásgerður. „Til að opna fyrir það þarf bæjarstjórn að fara yfir málið, móta stefnu og setja sérstakar reglur og viðmið.“ Nú vilja skólastjórar og fræðslustjórar innan bæjarins opna aðgang fyrir nemendur og kennara grunnskóla. Að sögn Ásgerðar eru fræðslustjórar nú að safna upplýsingum um málið til að kynna fyrir bæjarstjórn. „Starfsmenn hafa aldrei verið með þetta opið. Síðan hafa skoðanir og tölfræði sýnt það að fólk er að eyða mismiklum tíma í þetta,“ segir hún. Bæði Seltjarnarnesbær og Reykjanesbær eru með skráðar Facebook-síður, en ekki hefur verið mikil virkni hjá þeim fyrrnefnda undanfarin misseri. Undantekningar eru gerðar fyrir starfsmenn Reykjanesbæjar sem sjá um síðuna. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira