Innlent

Fjögurra ára barn tekið af ofurölvuðum foreldrum

JHH skrifar
Atvikið átti sér stað í miðbænum.
Atvikið átti sér stað í miðbænum.
Lögreglan hafði afskipti af mjög ölvuðu pari í miðbænum með 4 ára gamalt barn rétt fyrir klukkan níu í gær. Lögreglumenn sáu fólkið efst á Skólavörðustíg þar sem maðurinn var með barnið í kerru á akbrautinni og hafði bjór í hendi. Parið var handtekið og fært á lögreglustöð. Barnavernd var kölluð til aðstoðar og var barninu komið til ættingja. Maðurinn reyndist með vera með efni meðferðis, sem talið er að séu fíkniefni, og var í svo annarlegu ástandi að hann var vistaður í fangageymslu þangað til hægt verður að ræða við hann. Móðirin fór sína leið eftir að ráðstafanir höfðu verið gerðar með barnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×