Erlent

Páfinn náðaði bryta sinn

Félagarnir saman í fangelsinu
Félagarnir saman í fangelsinu
Benedikt sextándi páfi náðaði í dag fyrrverandi bryta sinn, Paolo Gabriele, sem var dæmdur í átján mánaða fangelsi í október síðastliðnum fyrir að koma leynilegum minnisblöðum til fjölmiðla.

Gabriele hefur setið í fangelsi síðan þá en í dag heimsótti páfinn hann í fangelsið og fyrirgaf honum glæpinn og tilkynnti honum að hann gæti nú farið heim til fjölskyldu sinnar.

Þrátt fyrir að hann hafi verið náðaður fær hann ekki að taka við starfi sínu á ný og þarf að auki að flytja úr Vatíkaninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×