Innlent

Bóksala fór hægt af stað

Það var nóg að gera í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg í gær. Fréttablaðið/valli
Það var nóg að gera í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg í gær. Fréttablaðið/valli
„Eftir hæga byrjun virðist bóksala hafa verið lífleg síðustu tvær vikur,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. „Mér skilst á stærri forlögunum að þau séu mjög ánægð með sinn hlut. Sérstaklega hafa skáldsögurnar verið að taka mjög við sér undanfarið.“

Að sögn Kristjáns hafa vinsælustu bækurnar verið að seljast í um 15-20 þúsund eintökum og einhverjar þar yfir, þar á meðal Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Matreiðslubók Disney.

Kristján segir erfitt að skjóta á hvort bóksala sé á pari við síðustu ár en telur þó að veltan verði svipuð í ár, eða í kringum fimm milljarða.- kh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×