Fleiri fréttir

Mega ekki krefjast sannana á pappír

Auglýsingar byggingavöruverslunarinnar Bauhaus um „bestu verðin í landinu“ og „besta verðið í Reykjavík“ brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá eru ólöglegar kvaðir sem Bauhaus leggur á neytendur sem vilja nýta sér „verðvernd“ fyrirtækisins.

Vilja vopnaða verði í hvern einasta skóla

"Það eina sem getur stöðvað illmenni með byssu er góðmenni með byssu,“ segir Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri Landssamtaka bandarískra byssueigenda (NRA).

Fjárlagaþverhnípið blasir við

Vonir hafa á ný dvínað um að lausn finnist á deilum repúblikana og demókrata um fjárlagaþverhnípið svonefnda í tæka tíð fyrir áramót.

Með jólaþorp í stofunni

Þetta byrjaði fyrir fimmtán árum og nú er svo komið að hún er komin með heilt jólaþorp í stofunni heima í Reykjanesbæ.

Hælisleitendur við höfnina frekar regla en undantekning

Það er regla frekar en undantekning að hælisleitendur reyni að komst um borð í skip sem eru á leið til Bandaríkjanna. Þetta segir upplýsingafullrúi Eimskips. Öryggisverðir félagsins stöðvuðu hælisleitanda við höfnina í morgun með aðstoð hitamyndavéla.

Kosið um mann ársins á Bylgjunni

Nú fer fram netkosning um mann ársins fyrir Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þarna er hart barist og margir til kallaðir, og ekki að ástæðulausu, en á listanum eru meðal annars Annie Mist Þórisdóttir, afrekskona, Baltasar Kormákur, leikstjóri og Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður.

Íbúum brugðið eftir íkveikjur

Kona hefur játað að hafa í tvígang kveikt í sameign íbúðarhúss við Maríubakka. Jólaundirbúningur íbúanna hefur einkennst af ótta og eiga börnin erfitt með að skilja það sem átt hefur sér stað.

Segir að mögulega þurfi að fresta afnámi gjaldeyrishafta

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að mögulega þurfi að fresta afnámi gjaldeyrishafta og samhliða styrkja regluverk Seðlabankans til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Hún tekur undir áhyggjur þverpólitískrar nefndar sem telur óráðlegt að samþykkja nauðasamninga gömlu bankanna.

Ríkið endurgreiðir Færeyjum kreppulán

Íslenska ríkið greiddi í vikunni upp lán sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Bílvelta við Ártúnsbrekkuna

Vesturlandsvegur við Ártúnsbrekku var lokaður í vesturátt frá Höfðabakka vegna umferðarslyss síðdegis. Jeppabifreið valt en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ekki um alvarlegt slys að ræða.

Búist við mikilli umferð við kirkjugarða

Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.

Kona gengin niður í Smáralindinni - jólaösin að ná hámarki

Kona ógnaði öryggisvörðum með sprautunál í hádeginu þegar hún var staðin að þjófnaði í lyfjaverslun í kringlunni í dag. Konan ógnaði vörðunum þegar þeir ætluðu að hafa afskipti af henni. Hún komst undan en lögreglan leitar hennar.

Viðurkenndi að hafa kveikt í sameign í Maríubakka

Kona á miðjum aldri hefur viðurkennt að hafa í tvígang kveikt í sameign fjölbýlishúss í Breiðholti í vikunni. Fyrri íkveikjan átti sér stað aðfaranótt þriðjudags og sú seinni á öðrum tímanum í nótt. Allnokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu vegna þessa.

Hamingjuóskunum rignir yfir Baltasar

"Já, ég er að rýma til í hilluni núna,“ segir Baltasar Kormákur aðspurður um það hvort hann sé farinn að búa sig undir það að taka á móti Óskarsverðlaununum. Hann segir, að öllu gamni slepptu, að hann sé alveg á jörðinni með þetta.

Skíðamenn á Ísafirði skemmta sér fyrir jólin

Jólaskemmtun verður í boði Skíðasvæðisins á Ísafirði og Skíðafélags Ísfirðinga í Tungudal. Ókeypis er á skíði þennan dag og í boði verður jólatónlist og veitingar. Jafnvel er búist við því að jólasveinarnir láti sjá sig af þessu tilefni.

Djúpið á níu mynda lista Óskarsverðlaunanna

Kvikmyndin Djúpið er á meðal níu erlendra kvikmynda sem eiga möguleika á að hreppa Óskarsverðlaun í febrúar á næsta ári. Listinn yfir myndirnar var kynntur í dag en þann 10. janúar verða þær fimm kvikmyndir sem hljóta tilnefningu opinberaðar.

Grímuklæddur Jón Gnarr óskar gleðilegra jóla

Grímuklæddur Jón Gnarr sendi starfsmönnum Reykjavíkur jólakveðju sem birtist á YouTube fyrr í dag. Hann var þó ekki einn á ferð, því Mini Jón, var með honum. Mini Jón er kannski ekki beinlínis fámáll en hann segir þó fátt af viti.

Fangelsismálastjóri skorar á Matthías að gefa sig fram

Það er ekki refsivert að strjúka úr fangelsi. Ég tel að það ætti að vera refsivert og að það ættu að vera þungar refsingar við því. Það er einvörðungu refsivert ef um samantekin ráð að ræða. Hafi menn sammælst um að strjúka þá er það refisvert. Hann skorar á Matthías Mána Erlingsson, sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni á mánudag að gefa sig fram, svo mál hans verði ekki enn erfiðara en það er þegar orðið.

Maðurinn sem bauð eldfjallinu byrginn

Fornleifafræðingar í Japan fundu á dögunum beinagrind manns sem grófst undir ösku við rætur eldfjallsins Haruna á sjöundu öld. Fundurinn hefur vakið gríðarlega athygli í Japan, ekki síst fyrir þær sakir að maðurinn virðist hafa snúið að eldfjallinu mikla og mögulega reynt að róa það.

Óvissuástandi aflýst fyrir norðan

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að aflýsa óvissuástandi vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Þetta er gert í samráði við Veðurstofu Íslands og lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík.

Bændur beðnir um að svipast um eftir strokufanganum

Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi.

Hitamyndavélar gerðu viðvart um mannaferðir

Öryggisverður Eimskips komu í veg fyrir að hælisleitandi kæmist um borð í skip á leið til Bandaríkjanna. Hitamyndavélar við hafnarsvæðið gerðu viðvart um mannaferðir.

Íbúar slegnir og áhyggjufullir

Íbúar í stigagangi fjölbýlishúss við Maríubakka í Reykjavík, eru slegnir og áhyggjufullir eftir að hafa þurft að rýma íbúðir sínar í nótt, í annað sinn á nokkrum dögum, vegna þess að eldur var kveiktur í sameign hússins, og brennuvargurinn er ófundinn.

Klausturbúar í orkuvanda

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur hafnað ósk Skaftárhrepps um undanþágu til þess að fá að reka sorpbrennslustöð.

Bandaríkjamaður í haldi í Norður-Kóreu

Bandarískur ríkisborgari er í haldi í Norður-Kóreu. Þetta staðfestu þarlend yfirvöld í dag. Talið er að maðurinn, sem er 44 ára gamall, hafi verið handtekinn í byrjun á þessa mánaðar, grunaður um að hafa framið glæpi gegn norður-kóreska ríkinu.

Súrefnisskortur olli því að síldin drapst

Helsta orsök síldardauðans á undanförnum dögum er súrefnisskortur, samkvæmt frumniðurstöðum mælinga Hafrannsóknarstofnunar. Er þó ekki hægt að útiloka að samspil hans við aðra þætti, svo sem lágt hitastig, hafi einnig haft áhrif. Hafrannsóknarstofnun segir að síldin sé nú komin af því svæði þar sem styrkur súrefnis var mjög lágur, en þrátt fyrir það sé mögulegt að áfram verði lítið um súrefni vegna rotnunar á dauðum fiski. Rotnunin geto viðhaldið lágu súrefnismagni í firðinum og því gæti áframhaldandi hætta verið til staðar á næstu mánuðum og misserum fari fiskur inn á það svæði í miklu magni. Hafrannsóknastofnunin mun áfram fylgjast náið með síldinni á svæðinu og umhverfisaðstæðum í firðinum.

Sömu reglur gilda um hæfi stjórnarmanna og varastjórnarmanna

Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri SAH afurða, sem nýlega var vikið frá störfum úr stjórn Stapa lífeyrissjóðs á grundvelli ákvörðunar stjórnar Fjármálaeftirlitsins, var ekki hættur sem stjórnarmaður. Fjármálaeftirltið segir að viðkomandi hafi hætt sem aðalmaður í stjórn, en hins vegar setið áfram sem varamaður.

Matthías Máni enn ófundinn

Matthías Máni Erlingsson, strokufanginn á Litla-Hrauni, er enn ófundinn. Talið er að hann hafi strokið rétt eftir hádegi, en hann klifraði yfir girðingu sem umlykur fangelsið. Lögreglan er enn að vinna út frá vísbendinum sem henni hafa borist, en engin skipulögð leit verður með aðstoð björgunarsveitarmanna í dag eins og var fyrr í vikunni.

Ferðamenn hafi varann á yfir hátíðarnar

Veðurstofan býst við rysjóttu veðri yfir hátíðarnar og að ekki verði alltaf verður ákjósanlegt ferðaveður. Slysavarnarfélagið Landsbjörg hvetur því þá sem ætla að leggja land undir fót og heimsækja ættingja og vini víða um landið, að hafa nokkur atriði í huga. Alltaf skal kanna veðurspá og færð áður en lagt er af stað. Gott er að hafa í bílnum örlítið nesti og séu börn með í för að hafa teppi eða svefnpoka í bílnum. Síðast en ekki síst á alltaf að láta einhvern vita af ferðum sínum og má til dæmis skilja eftir ferðaáætlun sína á vefnum safetravel.is.

Giftist morðingja tvíburasystur sinnar

Tuttugu og tveggja ára argentísk kona hefur samþykkt að giftast manni sem var dæmdur fyrir það að myrða tvíburasystur hennar fyrir tveimur árum. Konan, sem heitir Edith Casas, er þess fullviss að maðurinn, sem heitir Victor Cingolani, hafi ekki myrt systur sína, en sú hafði einnig verið ástkona hans. Cingolani afplánar nú þrettán ára fangelsi fyrir morðið í bænum Pico Truncado í Argentínu. Fólkið segist ætla að gifta sig í dag í fangelsinu, sem er í Santa Cruz.

Áfram lokað fyrir heita vatnið í Árbæjarhverfi

Unnið var að viðgerð á hitaveitu í hluta Árbæjarhverfisins í Reykjavík í gær og þurfti að loka fyrir vatnið á meðan. Hleypt var á að nýju um kl. 16:30. Það þarf hinsvegar að halda áfram viðgerð í dag, sem ekki var fyrirséð, og verður því aftur lokað fyrir vatnið á sama svæði á milli kl. 9 og 18.

Beiti áfengismælum stífar á skólakrakka

„Foreldrar og lögregla eru sammála um að enn á ný sé drykkjan á skólaböllum að aukast,“ segja foreldrar á Akranesi í bréfi til skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Lögreglumaður á slysadeild eftir átök í nótt

Til átaka kom á milli lögreglu og gests á veitingastað við Laugaveg klukkan hálf fjögur í nótt þegar lögreglumenn ætluðu að loka staðnum, þar sem langt var liðið fram yfir leyfilegan opnunartíma.

Sjá næstu 50 fréttir