Erlent

Ný stjórnarskrá samþykkt

Egyptar samþykktu nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Boðað verður til þingkosninga innan þriggja mánaða.
Egyptar samþykktu nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Boðað verður til þingkosninga innan þriggja mánaða.
Egyptar samþykktu nýja stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Boðað verður til þingkosninga innan þriggja mánaða.

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum kusu 63 prósent með nýrri stjórnarskrá. Aðeins um þriðjungur kosningabærra manna tók þátt.Kosið var í tveimur umferðum og var einnig meirihluti fyrir stjórnarskránni eftir fyrri umferð.

Breytingarnar eru þó afar umdeildar og til marks um það voru ráðnir um 250 þúsund öryggisverðir til að vakta kjörstaði.

Vinna við nýja stjórnarskrá hófst eftir að Hosni Mubarak var steypt af stóli. Stuðningsmenn forsetans, Mohammed Morsi, eru hlynntir stjórnarskrárbreytingunum. Andstæðingar breytinganna segja að hún miði að því að halda íslamistum við völd og sé byggð á of trúarlegum grunni. Kristnir og frjálslyndir eru meðal gagnrýnenda, og segja meðal annars vegið að réttindum kvenna.

Þar sem breytingar á stjórnarskránni hafa verið samþykktar þarf nú að boða til þingkosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×