Innlent

Tryggingarfélögin þurfa að greiða 130 milljónir vegna óveðursins

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Tryggingarfélögin greiða á annað hundrað milljónir vegna tjóna á sem urðu í óveðrinu sem gekk yfir landið í byrjun nóvember.

Óveðrið var eitt það versta sem gengið hefur yfir suðvesturhornið í áraraðir og var samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð þegar ljóst var hversu margir þurftu aðstoð.

Um tvö hundruð björgunarsveitarmenn voru að störfum á stór Reykjavíkursvæðinu þegar veðrið var sem verst. Álagið var það mikið að björgunarsveitar höfuðborgarsvæðinu höfðu ekki undan og fengu aðstoð frá félögum sínum á Suðurnesjum og Suðurlandi. Strax var ljóst að tjónið var mikið.

Þakplötur fóru af húsum, gámar tókust á loft og skútur fuku. Um fjörtíu manns leituð á slysadeild eftir að hafa fokið í óveðrinu en hættuástand myndaðist við háhýsi líkt og við Höfðatorgið. Tryggingarfélögin fjögur, VÍS, Sjóvá, TM og Vörður hafa tekið saman fyrir fréttastofu tölur um tjón í óveðrinu.

Þær sýna að vel yfir fjögur hundruð tilkynningar bárust um tjón og áætla þau að greiða út samtals út um 130 milljónir vegna tjónanna.

Tjónin sem tilkynnt voru til þeirra eru af ýmsum toga til að mynd ónýt þök, brotnar rúður og skemmdir bílar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×