Fleiri fréttir

Þingmaður ósáttur við aðferð við kvótaúthlutun

Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í sjávarútvegsnefnd er afar ósáttur við þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að úthluta auknum kvóta til útgerðanna. Karl segir að mun nærtækara hefði verið að setja þau 30 þúsund tonn af þorski sem ákveðið var að bæta við kvótann í dag á markað. Það hefði skilað meiri tekjum í ríkissjóð auk þess sem atvinna hefði skapast fyrir fjölda manns.

Reyndu að afhenda gjafabréf upp á 185 milljónir

Hópur fólks safnaðist fyrir utan höfuðstöðvar Glitnis við Kirkjusand fyrir stundu og framdi nokkurskonar gjörning. Skipti hópurinn í lið í knattspyrnu og reyndu að afhenda Birnu Einarsdóttur bankastjóra gjafabréf upp á 185 milljónir króna. „Fámennur hópur,“ segir upplýsingafulltrúi bankans.

77 prósent brota voru framin á höfuðborgarsvæðinu

77 prósent allra hegningarlagabrota á landinu í desember voru framin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í Afbrotatölfræði fyrir desembermánuð sem nú hefur verið birt á vef ríkislögreglustjóra.

Setti klút fyrir andlitið og óð inn í logandi húsið

Arnar Halldórsson var að koma úr partýi í miðbænum í nótt þegar hann sá logandi húsið við Klapparstíg 17. Hann heyrði öskur og læti rétt áður en hann setti klút fyrir andlit sitt og óð inn í húsið. Arnar aðstoðaði skelfingu lostið fólk við að komast út úr brenanndi íbúð rétt áður en slökkviliðið mætti á staðinn.

Stóðu ekki fyrir skemmdum á tækjabúnaði

Í frétt sem flutt var í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 14. janúar síðastliðinn var ranghermt. Þar var sagt frá söfnun sem hópur fólks hefur boðist til hefja til að greiða fyrir skemmdir sem urðu á tækjabúnaði í Kryddsíldarmótmælunum á gamlársdag.

Framsóknarmenn takast á um ESB

Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun. Í dag verður meðal annars tekist á um Evrópumálin en fyrir liggur tillaga um flokkurinn styðji aðildarviðræður.

Reyknesingar virkja tækifærin

Virkjun á Vallarheiði hóf starfsemi sína í gær. Þar verður starfsemi fyrir íbúa á Reykjanesi sem leita nýrra tækifæra í atvinnu eða námi.

Bush segist hafa fylgt samvisku sinni

George Bush fráfarandi Bandaríkjaforseti sagði í kveðjuræðu sinni til bandarísku þjóðarinnar að hann hafi alltaf fylgt sinni bestu samvisku í embættisverkum sínum.

Meiri áhrif kvenna hefðu dregið úr kreppunni

Félagsmálaráðherra telur að Ísland hefði farið betur út úr kreppunni ef konur hefðu haft meiri áhrif. Hún hallast að því að setja kynjakvóta til að uppfylla ákvæði stjórnarskrár um jafnan rétt kynjanna.

Árni lækkar laun Ólafs Ragnars

Í framhaldi af úrskurði Kjararáðs sem dagsett var 13. janúar síðastliðið skrifaði forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen bréf og óskaði eftir því að laun sín væru lækkuð á sama hátt og laun forsætisráðherra, eins af handhöfum forsetavalds, enda segir í úrskurði Kjararáðs að forseti geti sjálfur óskað eftir slíku við fjármálaráðherra.

Þorskkvótinn aukinn um 30 þúsund tonn

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag gefið út reglugerð þar sem hámarksafli í þorski er aukinn um 30 þúsund tonn.

Útiloka ekki íkveikju - myndband

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin.

Ólafur Ragnar fær ekki launalækkun

Kjararáð getur ekki lækkað laun forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi farið þess á leit við ráðið að það yrði gert. Á fundi ráðsins þann 13. janúar síðastliðinn varð niðurstaðan sú að hafna erindi forsetans í ljósi þess að það er óheimilt samkvæmt stjórnarskrá.

Drápu sjötugan mann fyrir tvær rauðvínsflöskur

Þrír ungir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi í hafnarbænum Kragenæs í Danmörku grunaðir um að hafa orðið rúmlega sjötugum manni að bana til þess að komast yfir tvær rauðvínsflöskur. Þetta gerðist á heimili mannsins á þriðjudaginn.

Myndband af lögreglumorði á Netinu

Myndband sem sýnir lögreglumann skjóta handtekinn mann til bana í Oakland í Kaliforníu á nýársdag fer nú sem eldur í sinu um vefinn og hefur meðal annars birst á myndskeiðavefnum YouTube.

Pakistanar handtaka 124 aðila vegna Mumbai-árása

Yfirvöld í Pakistan hafa handtekið 124 aðila sem grunaðir eru um að tengjast árásunum á indversku borgina Mumbai í nóvember þar sem tæplega 200 manns biðu bana og fjölmargir særðust.

Eldsneyti hækkar um fjórar til sex krónur

Skeljungur hefur hækkað bensínlítrann um fjórar krónur en verð á dísilolíu er óbreytt. N1 hefur hækkað bensínlítrann um sex krónur og dísillítrann um fjórar krónur.

Íbúð fylltist af reyk eftir eldamennsku

Slökkvilið var kallað að fjölbýlishúsi í Árbæjarhverfi í gærkvöldi þar sem íbúð hafði fyllst af reyk. Húsráðandi var fluttur á slysadeild vegna reykeitrunar en er á góðum batavegi.

Tíu umferðaróhöpp á Akureyri

Tíu umferðaróhöpp urðu á Akureyri frá hádegi og fram að kvöldmat í gær, sem öll eru rakin til flughálku á öllum götum bæjarins. Enginn meiddist alvarlega en þrír leituðu aðhlynningar á sjúkrahúsinu.

Brotist inn í veitingastað á Hvolsvelli

Brotist var inn í veitingastað og sjoppu á Hvolsvelli undir miðnætti og komust þjófarnir undan á bíl. Þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglunnar á Hvolsvelli og Selfossi er bíllinn ófundinn. Ekki er ljóst hversu miklu þeir stálu en lögregla og rekstraraðili eru að kanna það.

Handteknir eftir innbrot í gáma og bíla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn í nótt vegna innbrota og þjófnaða. Fyrst voru tveir handteknir í Hafnarfirði þar sem þeir voru að brjótast inn í gáma og bíla.

Seðlabankinn skýri misvísandi ummæli

Mat tveggja seðlabankastjóra á stöðu bankakerfisins á síðasta ári stangast á. Annar sagði engar líkur á að bankarnir kæmust af. Hinn sagði að haldið hafi verið í vonina. Davíð þarf að skýra málin, segir varaformaður Samfylkingarinnar.

Fjölmennt jafnréttisþing sett á morgun

Á fimmta hundrað manns hafa skráð sig á jafnréttisþing sem Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, og Jafnréttisráð boða til og er haldið samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Drög að framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum kynnt á þinginu sem hefst klukkan níu í fyrramálið.

Allir taldir á lífi

Samkvæmt fulltrúa flugmálastjórnar Bandaríkjanna er uallir farþegarnir sem voru borð í flugvél US Airways sem hrapaði í Hudson-ánna í New York fylki í kvöld á lífi. Að minnsta kosti 150 voru um borð í vélinni.

Gefa út meðferðarleiðbeiningar vegna piparúða

Eitrunarmiðstöð Landspítalns hefur birt meðferðarleiðbeiningar fyrir piparúða og táragas. ,,Nokkuð hefur verið um að leitað hafi verið til eitrunarmiðstöðvarinnar á slysa- og bráðasviði LSH vegna vandamála sem tengjast þessum efnum," segir á vef spítalans. Leiðbeiningarnar eru notaðar á slysa- og bráðasviði af starfsmönnum fyrir sjúklinga sem koma til meðferðar vegna efnanna.

Innanríkisráðherra Hamas felldur ásamt syni

Said Siyam, innanríkisráðherra Hamas á Gaza-svæðinu var felldur í dag í loftárás Ísraela. Hann er einn æðsti forystumaður samtakanna sem fallið hefur frá því að árásirnar hófust fyrir rúmlega 20 dögum. Siaym var yfirmaður nokkur þúsund Palestínumanna í öryggissveit Hamas-liða á svæðinu.

Rúmlega 5000 sæti seld - íbúar á Fróni enn í ferðahug

Alls seldust tæplega 5000 sæti, til fjögurra áfangastaða, fyrstu fimm klukkustundirnar á sérstökum tilboðum Iceland Express í dag. Eða um 1 þúsund sæti á klukkustund. Síðdegis var komið til móts við óánægju þeirra sem lentu í erfiðleikum með bókanir, með því að bæta 1000 tilboðsmiðum við þá 5000 sem upphaflega stóðu til boða.

Fengu lyklana af einbýlishúsi starfslokabæjarstjórans

Bæjaryfirvöld í Grindavík fengu í morgun afhenta lykla að dýrasta einbýlishúsi bæjarins. Bærinn keypti húsið á 50 milljónir í vikunni en seljandinn er fyrrverandi bæjarstjóri Grindavíkur, sem hagnaðist um 10 milljónir við söluna.

Gísli Marteinn bað um leyfi í dag

Á fundi borgarráðs í dag var lagt fram bréf Gísla Marteins Baldurssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann óskaði eftir leyfi frá störfum sem borgarfulltrúi frá 12. janúar til 1. júní. Leyfið ætlar Gísli að nýta til að ljúka námi en síðastliðið haust fór hann ásamt fjölskyldu sinni út til náms við Edinborgarháskóla.

Flugvél hrapaði við New York - 135 um borð

Flugvél frá flugfélaginu US Airways hrapaði í Hudson-ánna í New York fylki fyrir stundu. Á vef BBC kemur fram að björgunarbátar séu komnir að vélinni og reyna björgunarmenn að koma farþegunum til bjargar.

Víða hálka og hálkublettir

Hálka og hálkublettir eru um land allt. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en hálkublettir á Sandskeiði og frá Hveragerði að Selfossi. Snjóþekja er á milli Selfoss og Hvolsvallar. Hálka er víða í uppsveitum. Á Austurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Ófært og óveður er á Vatnskarð eystra.

Fulltrúi innistæðueigenda í Belgíu færði ráðherra súkkulaði

Fulltrúi fimmtíuþúsund innistæðueigenda í Kaupþingi í Belgíu sem fundaði með fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og skilanefnd Kaupþings í dag segist hafa fengið loforð en engin skýr svör. Hann kom færandi hendi með belgískt súkkulaði og vottaði íslensku þjóðinni samúð sína.

,,Við eigum ekki pening"

Ferðum varðskipa Landhelgisgæslunnar verður fækkað og verulega dregið úr annarri starfssemi til að mæta vaxandi kostnaði. Stofnunin boðar hópuuppsagnir um næstu mánaðarmót.

Árás á flóttamannahjálp SÞ: Vorum að verja okkur

Forsætisráðherra Ísraels segir höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Gaza verið notaðar til árása á ísraelska hermenn. Þeir hafi einfaldlega verið að svara fyrir sig þegar þeir hafi gert árás á þær í dag. Sameinuðu þjóðirnar vísa þessu á bug og hefur flóttamannahjálp samtakanna hætt störfum á Gaza um stundarsakir.

Tveir piltar úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna fíkniefnamáls

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag tvo pilta í viku gæsluvarðhald í tengslum við viðamikla aðgerð lögreglunnar á Selfossi í gær þegar framkvæmd var húsleit á sex stöðum á Selfossi, í Hveragerði og í Grímsnesi. Piltarnir eru 17 og 19 ára gamlir

Landhelgisgæslan dregur úr starfsemi - á þriðja tug sagt upp

Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis er einsýnt að draga þarf úr allri starfsemi Landhelgisgæslu Íslands. Dregið verður úr útgerð varðskipa, flugi, sjómælingum sem og annarri starfsemi. Fyrirhugað er að segja upp á bilinu 20 til 30 manns. Uppsagnir starfsmanna og aðrar breytingar í starfsmannahaldi munu snerta allar deildir Landhelgisgæslunnar.

Vilja upplýsingar um arðsemi orkusölusamnings vegna álvers

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna segja nauðsynlegt áður en orkusölusamningur Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls vegna álvers í Helguvík verður lagður fram í borgarráði og afgreiddur í borgarstjórn að borgarfulltrúar fái góða yfirferð yfir arðsemi verkefnisins.

Ljósmæður mótmæla breytingum í heilbrigðiskerfinu

Ljósmæðrafélag Íslands mótmælir fyrirhuguðum breytingum í heilbrigðiskerfinu sem snúa að þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra í barneignarferli. Ljóst er að enn fleiri konur en áður munu þurfa að fæða börn fjarri heimili sínu og að breytingarnar munu hafa veruleg áhrif á þá samfélagsgerð sem íslenskar fjölskyldur hafa búið við.

Sjá næstu 50 fréttir