Innlent

Árni lækkar laun Ólafs Ragnars

MYND/PJETUR

Í framhaldi af úrskurði Kjararáðs sem dagsett var 13. janúar síðastliðið skrifaði forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen bréf og óskaði eftir því að laun sín væru lækkuð á sama hátt og laun forsætisráðherra, eins af handhöfum forsetavalds, enda segir í úrskurði Kjararáðs að forseti geti sjálfur óskað eftir slíku við fjármálaráðherra.

Samkomulag hefur orðið milli forseta og fjármálaráðherra um að laun forseta verði lækkuð á þann hátt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu.






Tengdar fréttir

Ólafur Ragnar fær ekki launalækkun

Kjararáð getur ekki lækkað laun forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi farið þess á leit við ráðið að það yrði gert. Á fundi ráðsins þann 13. janúar síðastliðinn varð niðurstaðan sú að hafna erindi forsetans í ljósi þess að það er óheimilt samkvæmt stjórnarskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×