Erlent

Pakistanar handtaka 124 aðila vegna Mumbai-árása

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Indverskur sérsveitarmaður stendur vörð í Mumbai meðan atburðirnir áttu sér stað í nóvember.
Indverskur sérsveitarmaður stendur vörð í Mumbai meðan atburðirnir áttu sér stað í nóvember. MYND/Reuters

Yfirvöld í Pakistan hafa handtekið 124 aðila sem grunaðir eru um að tengjast árásunum á indversku borgina Mumbai í nóvember þar sem tæplega 200 manns biðu bana og fjölmargir særðust.

Hinir handteknu eru flestir hátt settir innan hryðjuverkasamtakanna Lashkar-e-Taiba sem talið er að standi á bak við ódæðisverkin. Innanríkisráðherra Pakistans tilkynnti um þetta í gær og lét þess enn fremur getið að fimm þjálfunarbúðum samtakanna hefði verið lokað af yfirvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×