Fleiri fréttir Enn tveir í haldi á Selfossi Enn eru tveir í haldi lögreglunnar af þeim sextán manns sem voru handteknir í viðamikilli aðgerð lögreglunnar á Selfossi i gær. Í aðgerðinni voru gerðar húsleitir á sex stöðum á Selfossi, í Hveragerði og í Grímsnesi í gær. 15.1.2009 13:55 Skólamáltíðir ódýrastar í Reykjanesbæ Verð á skólamáltíðum grunnskóla er lægst í Reykjanesbæ, eða um 190 krónur, ef miðað er við mánaðar- eða annaráskrift. Ef miðað er við yngstu bekki grunnskóla er verðið lægst í Skagafirði, eða 177 krónur. Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendasamtakanna. 15.1.2009 13:34 Vantar 250 undirskriftir til að boða til nýrra álverskosninga Ekki náðist tilskilinn fjöldi undirskrifta til að hægt verði að boða til nýrra kosninga um stækkun álversins í Straumsvík. Bæjarráð Hafnarfjarðar fjallaði um málið í morgun. 15.1.2009 13:33 Innbrotsþjófur hljóp í flasið á húsráðanda Sjö innbrot í bíla voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær en tölvum var stolið úr þremur þeirra. Tölvu var sömuleiðis stolið úr verslun í Kópavogi og í miðborginni gekk innbrotsþjófur í flasið á húsráðanda. Þjófurinn lagði á flótta en var handtekinn skömmu síðar. 15.1.2009 12:53 Vefþjónar Iceland Express hrundu vegna álags Iceland Express boðaði til rýmingarsölu á flugsætum í morgun sem stendur frá klukkan 12 á hádegi til miðnættis. Í kjölfar þess hrundu allir vefþjónar fyrirtækisins vegna álags en unnið er að viðgerð. 15.1.2009 12:21 Tjáir sig ekki um öryggismál ráðherra Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að embættið vilji engar upplýsingar gefa um öryggismál ráðherra þjóðarinnar. 15.1.2009 12:10 Klámkóngur ákærður fyrir fjárdrátt Sigurður Valdimar Steinþórsson, sem þekktastur er fyrir að reka vefsíðuna klam.is, hefur verið ákærður fyrir að hafa á árinu 2005 dregið sér fjármuni í starfi við móttöku drykkjarumbúða á endurvinnslustöðvum Sorpu við Jafnasel og Sævarhöfða í Reykjavík og við Dalveg í Kópavogi. 15.1.2009 11:31 Ingibjörg lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, verður lengur undir læknishendi í Svíþjóð en ráð var fyrir gert vegna þess höfuðmeins sem hún kenndi sér fyrst í september. 15.1.2009 11:27 Meintur brennuvargur bíður enn yfirheyrslu Maðurinn sem var handtekinn í gær í tengslum við bruna á Tryggvagötu hefur enn ekki verið yfirheyrður. Maðurinn var handtekinn fljótlega eftir að það kviknaði í húsinu en grunur leikur á að kveikt hafi verið í. Töluvert tjón varð á húsinu en engan sakaði. 15.1.2009 11:05 Milliband: Stríðið gegn hryðjuverkum var mistök Stríðið gegn hryðjuverkum voru mistök. Það sameinaði ólíka hópa hryðjuverkamanna gegn vesturveldunum. Þetta segir David Miliband, utanríkisráðherra Breta, í grein sem birtist í breska blaðinu Guardian í dag. 15.1.2009 11:02 5000 flugsæti á rýmingarsölu Iceland Express Í ljósi núverandi efnahagsástands hefur Iceland Express ákveðið að efna til rýmingarsölu á 5000 flugsætum í janúar og febrúar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að útsalan standi yfir í 12 klukkustundir, frá kl. 12 á hádegi til miðnættis. 15.1.2009 10:40 Íþróttamannvirkin vinsæl í Reykjanesbæ Fjöldi iðkenda í íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar árið 2008 var um 523 þúsund og hafði þeim fjölgað um tæp 20 þúsund frá árinu 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Um 5 prósent fjölgun varð á sundgestum í Sundmiðstöðina/Vatnaveröld á milli ára en hana heimsóttu rúmlega 132 þúsund manns. 15.1.2009 09:42 Fundu 6.000 ára gamlan mannsheila í Armeníu Hann er talinn vera um 6.000 ára gamall, heilinn sem Gregory Areshian frá Kaliforníuháskóla í Los Angeles gróf upp í helli skammt frá ánni Arpa í Armeníu, rétt við landamæri Írans. 15.1.2009 08:21 Egyptar vilja friðarviðræður í Kuwait Egyptar, sem komið hafa fram sem milliliður í deilu Ísraels við hin palestínsku Hamas-samtök, vilja efna til friðarviðræðna í Kuwait á sunnudaginn strax að loknum efnahagsviðræðum arabaríkjanna sem þar fara fram um helgina. 15.1.2009 08:17 Tugir handteknir í norsku fíkniefna- og steramáli Lögreglan í Noregi hefur handtekið 63 einstaklinga í gríðarstóru stera- og fíkniefnamáli sem teygir sig út um allt landið og yfir til Svíþjóðar. Hald var lagt á stera fyrir sem svarar til 62 milljóna íslenskra króna og fíkniefni að andvirði um 17 milljónir. 15.1.2009 08:11 Ískyggileg tengsl koffeins og ofskynjana Fólk sem drekkur sjö eða fleiri kaffibolla á dag getur átt það á hættu að upplifa vægar ofskynjanir. Þetta leiðir ný bresk rannsókn á 219 háskólanemendum í ljós. 15.1.2009 08:09 Steve Jobs í hálfs árs veikindaleyfi Steve Jobs, forstjóri hugbúnaðarrisans Apple, er kominn í veikindaleyfi til júníloka en heilsubrestur hans virðist alvarlegri en talið var í fyrstu. 15.1.2009 07:36 Rússar björguðu hollensku skipi undan sjóræningjum Rússneskt herskip bjargaði hollensku gámaflutningaskipi naumlega undan sómölskum sjóræningjum á Aden-flóa á þriðjudaginn. 15.1.2009 07:32 Japanskur blaðamaður greindi frá heimildamanni sínum Japanskur blaðamaður játaði fyrir rétti í gær að geðlæknir nokkur hefði verið leyndur heimildamaður hans við ritun bókarinnar „Ég ákvað að myrða föður minn" en bókin fjallar um geðveikan pilt sem vistaður er á hæli fyrir afbrotaunglinga eftir að hafa brennt heimili sitt til grunna með þeim afleiðingum að þrennt úr fjölskyldu hans beið bana. 15.1.2009 07:26 Fyrrum bæjarstjóri lést í götukappakstri Fyrrverandi bæjarstjóri breska smábæjarins Market Weighton, sem þekktur var fyrir andúð sína á þýskum bifreiðum, lét lífið í umferðarslysi eftir að hafa att kappi við ökumann á BMW 320. 15.1.2009 07:19 Þriðja Heathrow-flugbrautin væntanleg Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, mun á næstu dögum heimila lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvellinum í London en umhverfisverndarsamtök hafa deilt harkalega á þá framkvæmd. 15.1.2009 07:17 Missti stjórn á bíl við Kúagerði Enginn slasaðist þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Reykjanesbraut við Kúagerði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði utan vegar og skemmdist talsvert. Talið er að krapi á veginum hafi valdið því að svona fór. 15.1.2009 07:13 Brotist inn í vinnuskúr og verslun Brotist var inn í vinnuskúr á Álftanesi og tölvuverslun í Kópavogi í nótt. Ekki er vitað hverju var stolið úr skúrnum en að minnsta kosti einnar fartölvu er saknað úr búðinni. Þjófarnir eru ófundnir og eru málin í rannsókn. 15.1.2009 07:10 Sextán handteknir í umfangsmikilli aðgerð Selfosslögreglu Sextán manns voru handteknir og húsleitir gerðar á sex stöðum á Selfossi, í Hveragerði og í Grímsnesi, í viðamikilli aðgerð lögreglunnar á Selfossi í gær. 15.1.2009 07:06 Starfslokabæjarstjórinn græðir 10 milljónir á húsasölu til bæjarins Grindavíkurbær hefur keypt einbýlishús Ólafs Arnar Ólafssonar, fyrrum bæjarstjóra, fyrir fimmtíu milljónir króna. Kaupin eru hluti af starfslokasamningi Ólafs sem lét af störfum í sumar en verður á launum til seinnihluta ársins 2010. 14.1.2009 22:15 Enn í haldi lögreglu grunaður um íkveikju Karlmaður sem grunaður er um íkveikju þegar eldur var lagður að í húsi við Tryggvagötu um hádegisbilið í dag er enn í haldi lögreglu og gistir í fangageymslu í nótt. Maðurinn og kona sem búsett er í húsinu, sem skemmdist mikið, höfðu átt í erjum. 14.1.2009 21:46 78 ár á milli elsta og yngsta þingfulltrúa Flokksþing framsóknarmanna verður haldið um næstu helgi í Valsheimilinu að Hlíðarenda við Öskjuhlíð í Reykjavík. Þar verður tekist á stefnu flokksins í Evrópumálum og ný forysta kjörin. 78 ár eru á milli elsta þingfulltrúans og þess yngsta sem verður 17 ára í mars næstkomandi. Elsti þingfulltrúinn er Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi ráðherra, frá Mjóafirði sem verður 95 ára í september. 14.1.2009 22:09 Umferðarslys á Reykjanesbraut Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning rétt fyrir hálf átta í kvöld um umferðaróhapp á Reykjanesbrautinni í Kúagerði. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni sökum krapa á Reykjanesbraut með þeim afleiðinum að hún hafnaði utan vegar á milli akreinanna. Engin slys á fólki en bifreiðin skemmdist talsvert og var flutt af vettvangi með kranabifreið. 14.1.2009 21:53 Geir biður ekki um aukna vernd Forsætisráðherra ætlar ekki að óska eftir aukinni vernd eftir að mótmælendur veittust að honum í gær. 14.1.2009 19:45 Forræði yfir auðlindum - aðildarviðræður við ESB Lagt er til að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu í ályktunardrögum sem verða lögð fyrir flokksþing Framsóknarflokksins sem hefst á föstudaginn. Einnig eru sett fram markmið í aðildarviðræðum í drögunum og eru fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. 14.1.2009 19:39 Notkun nauðgunarlyfja algengri en tölur sýna Notkun deyfandi lyfja og svonefndra nauðgunarlyfja er talin mun algengari en tölur sýna. Margir sleppa með skrekkinn áður en til ofbeldis kemur. 14.1.2009 19:31 Víðast hvar hálka og hálkublettir Hálka og hálkublettir eru um land allt. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að hálkublettir eru á Sandskeiði og á Hellisheiði er hálka og éljagangur og hálka í Þrengslum. Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir á öllum leiðum. Hálka og éljagangur er á Holtavöðuheiði og þá er hálka á Bröttubrekku. Á Norðurlandi og Austurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Hálka og éljagangur er í Vatnsskarði. 14.1.2009 21:57 350 milljón króna pottur í Víkingalottóinu Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld aðra vikuna í röð og verður potturinn því þrefaldur næsta miðvikudag. Á vef Íslenskrar getspár segir að fyrsti vinningur verði allt að 350 milljónir. Ef Ofurpotturinn gengur einnig út ætti potturinn að verða um 500 milljónir króna næsta miðvikudag. 14.1.2009 20:01 Friðarviðræðum framhaldið í Egyptalandi Rúmlega þúsund Palestínumenn hafa fallið síðan árásir Ísraela á Gaza hófust fyrir rúmum þremur viku. Þetta segja læknar á svæðinu. Þriðjugur fallinna mun börn. Á sama tíma hafa þrettán Ísraelar fallið. Hart hefur verið barist nærri Gazaborg í dag. Óvíst er þó hvort hermenn halda inn í borgina af ótta við enn meira blóðbað í skotbardögum þar. 14.1.2009 19:19 ESB yfirtekur ekki olíu- og gasframleiðslu Breta og Hollendinga Evrópusambandið segir það alrangt að yfirtaka eigi olíu- og gasframleiðslu Breta og Hollendinga. Í grein í breska blaðinu Daily Express í gær sagði að Evrópusambandið ætlaði að yfirtaka olíu- og gasframleiðslu Breta og Hollendinga í samræmi við leynilega valdheimild sem hefði verið skrifuð inn í Lissabon sáttmálann. 14.1.2009 19:09 Þurftu ekki að yfirtaka skuldir Icesave Íslenskir og breskir lögmenn túlka tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar á þá vegu að að íslenska innistæðutryggingasjóðnum, og þar með íslenska ríkinu, bar ekki að ábyrgjast Icesave-skuldbindingar Landsbankans. Svo virðist sem Evrópusambandið hafi óttast ef íslenskir skattgreiðendur tækju ekki á sig ábyrgðina gæti bankakerfi Evrópu riðað til falls. Þetta fullyrðir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, frambjóðandi til formanns Framsóknarflokksins, á bloggsíðu sinni. 14.1.2009 19:00 Birna íhugar að sækja um Birna Einarsdóttir, bankastjóri Glitnis, íhugar að sækja um stöðu bankastjóra þegar hún verður auglýst. Eftir efnhagshrunið voru nýir bankastjórar ríkisbankanna ráðnir með hraði af bráðabirgðastjórnum og ljóst var í gær að bankastjórastöðurnar yrðu auglýstar. 14.1.2009 18:58 Olíuleitin á Drekasvæðinu skapar störf Olíuleitin sem verið er að bjóða út á Drekasvæðinu mun velta tugum milljarða króna og byrja að skapa störf og vaxandi umsvif á norðausturlandi þegar upp úr næstu áramótum. 14.1.2009 18:54 Tjón vegna jarðskjálfta á sjöunda milljarð króna Áætlað er að tjón vegna jarðskjálftans á Suðurlandi síðasta vor nemi á sjöunda milljarð króna. Af því greiðir ríkið rúmar sjö hundruð milljónir króna í styrki meðal annars vegna tjóns sem ekki fæst bætt hjá Viðlagatryggingu. 14.1.2009 18:42 Uppsagnir hjá Landhelgisgæslunni Um tuttugu starfsmönnum Landhelgisgæslunnar verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót. Boðað hefur verið til starfsmannafundar á morgun þar sem þetta verður tilkynnt formlega en um 160 manns vinna nú hjá Landhelgisgæslunni. 14.1.2009 18:30 Ráða lögfræðing vegna deilu við Háskóla Íslands Félag prófessora við ríkisháskóla hafa ráðið Ragnar Tómaas Árnason lögfræðing til þess að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna vegna ákvörðunar Háskóla Íslands um að auka kennsluskyldu kennara og minnka rannsóknarskyldu þeirra. Félagið telur að þarna sé um kjarabundin starfsréttindi að ræða. 14.1.2009 17:57 Segja Hamas ætla að samþykkja tillögu um vopnahlé Heimildir Sky fréttastöðvarinnar og spænsku fréttarstöðvarinnar Elpais herma að Hamas-samtökin séu í grundvallaratriðum búin að samþykja tillögu Egypta um vopnahlé. Búist er við að þetta verði tilkynnt á blaðamannafundi sem hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. 14.1.2009 17:28 Lönduðu 650 tonnum af gulldeplu í Eyjum Nýlokið er löndun á 650 tonnum af gulldeplu úr Hugin VE 55 í Vestmannaeyjum. Aflinn veiddist á Grindavíkurdjúpi. Gulldeplan finnst nú í stórum torfum suður af landinu. 14.1.2009 16:46 Benni Ólsari ákærður fyrir Kompás-árás Benjamín Þ. Þorgrímsson hefur verið ákærður fyrir að ráðast á Ragnar Ólaf Magnússon á bílastæði við Hafnarvogina við Hafnarfjarðarhöfn. 14.1.2009 16:41 Atvinnulausum fjölgar um eitt þúsund á einni viku Rúmlega 11 þúsund manns eru nú á atvinnuleysisskrá samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Fyrir viku síðan voru atvinnulausir 10.050 og hefur því fjölgað um rúmlega eitt þúsund á einni viku. 14.1.2009 16:06 Sjá næstu 50 fréttir
Enn tveir í haldi á Selfossi Enn eru tveir í haldi lögreglunnar af þeim sextán manns sem voru handteknir í viðamikilli aðgerð lögreglunnar á Selfossi i gær. Í aðgerðinni voru gerðar húsleitir á sex stöðum á Selfossi, í Hveragerði og í Grímsnesi í gær. 15.1.2009 13:55
Skólamáltíðir ódýrastar í Reykjanesbæ Verð á skólamáltíðum grunnskóla er lægst í Reykjanesbæ, eða um 190 krónur, ef miðað er við mánaðar- eða annaráskrift. Ef miðað er við yngstu bekki grunnskóla er verðið lægst í Skagafirði, eða 177 krónur. Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendasamtakanna. 15.1.2009 13:34
Vantar 250 undirskriftir til að boða til nýrra álverskosninga Ekki náðist tilskilinn fjöldi undirskrifta til að hægt verði að boða til nýrra kosninga um stækkun álversins í Straumsvík. Bæjarráð Hafnarfjarðar fjallaði um málið í morgun. 15.1.2009 13:33
Innbrotsþjófur hljóp í flasið á húsráðanda Sjö innbrot í bíla voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær en tölvum var stolið úr þremur þeirra. Tölvu var sömuleiðis stolið úr verslun í Kópavogi og í miðborginni gekk innbrotsþjófur í flasið á húsráðanda. Þjófurinn lagði á flótta en var handtekinn skömmu síðar. 15.1.2009 12:53
Vefþjónar Iceland Express hrundu vegna álags Iceland Express boðaði til rýmingarsölu á flugsætum í morgun sem stendur frá klukkan 12 á hádegi til miðnættis. Í kjölfar þess hrundu allir vefþjónar fyrirtækisins vegna álags en unnið er að viðgerð. 15.1.2009 12:21
Tjáir sig ekki um öryggismál ráðherra Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að embættið vilji engar upplýsingar gefa um öryggismál ráðherra þjóðarinnar. 15.1.2009 12:10
Klámkóngur ákærður fyrir fjárdrátt Sigurður Valdimar Steinþórsson, sem þekktastur er fyrir að reka vefsíðuna klam.is, hefur verið ákærður fyrir að hafa á árinu 2005 dregið sér fjármuni í starfi við móttöku drykkjarumbúða á endurvinnslustöðvum Sorpu við Jafnasel og Sævarhöfða í Reykjavík og við Dalveg í Kópavogi. 15.1.2009 11:31
Ingibjörg lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, verður lengur undir læknishendi í Svíþjóð en ráð var fyrir gert vegna þess höfuðmeins sem hún kenndi sér fyrst í september. 15.1.2009 11:27
Meintur brennuvargur bíður enn yfirheyrslu Maðurinn sem var handtekinn í gær í tengslum við bruna á Tryggvagötu hefur enn ekki verið yfirheyrður. Maðurinn var handtekinn fljótlega eftir að það kviknaði í húsinu en grunur leikur á að kveikt hafi verið í. Töluvert tjón varð á húsinu en engan sakaði. 15.1.2009 11:05
Milliband: Stríðið gegn hryðjuverkum var mistök Stríðið gegn hryðjuverkum voru mistök. Það sameinaði ólíka hópa hryðjuverkamanna gegn vesturveldunum. Þetta segir David Miliband, utanríkisráðherra Breta, í grein sem birtist í breska blaðinu Guardian í dag. 15.1.2009 11:02
5000 flugsæti á rýmingarsölu Iceland Express Í ljósi núverandi efnahagsástands hefur Iceland Express ákveðið að efna til rýmingarsölu á 5000 flugsætum í janúar og febrúar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að útsalan standi yfir í 12 klukkustundir, frá kl. 12 á hádegi til miðnættis. 15.1.2009 10:40
Íþróttamannvirkin vinsæl í Reykjanesbæ Fjöldi iðkenda í íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar árið 2008 var um 523 þúsund og hafði þeim fjölgað um tæp 20 þúsund frá árinu 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Um 5 prósent fjölgun varð á sundgestum í Sundmiðstöðina/Vatnaveröld á milli ára en hana heimsóttu rúmlega 132 þúsund manns. 15.1.2009 09:42
Fundu 6.000 ára gamlan mannsheila í Armeníu Hann er talinn vera um 6.000 ára gamall, heilinn sem Gregory Areshian frá Kaliforníuháskóla í Los Angeles gróf upp í helli skammt frá ánni Arpa í Armeníu, rétt við landamæri Írans. 15.1.2009 08:21
Egyptar vilja friðarviðræður í Kuwait Egyptar, sem komið hafa fram sem milliliður í deilu Ísraels við hin palestínsku Hamas-samtök, vilja efna til friðarviðræðna í Kuwait á sunnudaginn strax að loknum efnahagsviðræðum arabaríkjanna sem þar fara fram um helgina. 15.1.2009 08:17
Tugir handteknir í norsku fíkniefna- og steramáli Lögreglan í Noregi hefur handtekið 63 einstaklinga í gríðarstóru stera- og fíkniefnamáli sem teygir sig út um allt landið og yfir til Svíþjóðar. Hald var lagt á stera fyrir sem svarar til 62 milljóna íslenskra króna og fíkniefni að andvirði um 17 milljónir. 15.1.2009 08:11
Ískyggileg tengsl koffeins og ofskynjana Fólk sem drekkur sjö eða fleiri kaffibolla á dag getur átt það á hættu að upplifa vægar ofskynjanir. Þetta leiðir ný bresk rannsókn á 219 háskólanemendum í ljós. 15.1.2009 08:09
Steve Jobs í hálfs árs veikindaleyfi Steve Jobs, forstjóri hugbúnaðarrisans Apple, er kominn í veikindaleyfi til júníloka en heilsubrestur hans virðist alvarlegri en talið var í fyrstu. 15.1.2009 07:36
Rússar björguðu hollensku skipi undan sjóræningjum Rússneskt herskip bjargaði hollensku gámaflutningaskipi naumlega undan sómölskum sjóræningjum á Aden-flóa á þriðjudaginn. 15.1.2009 07:32
Japanskur blaðamaður greindi frá heimildamanni sínum Japanskur blaðamaður játaði fyrir rétti í gær að geðlæknir nokkur hefði verið leyndur heimildamaður hans við ritun bókarinnar „Ég ákvað að myrða föður minn" en bókin fjallar um geðveikan pilt sem vistaður er á hæli fyrir afbrotaunglinga eftir að hafa brennt heimili sitt til grunna með þeim afleiðingum að þrennt úr fjölskyldu hans beið bana. 15.1.2009 07:26
Fyrrum bæjarstjóri lést í götukappakstri Fyrrverandi bæjarstjóri breska smábæjarins Market Weighton, sem þekktur var fyrir andúð sína á þýskum bifreiðum, lét lífið í umferðarslysi eftir að hafa att kappi við ökumann á BMW 320. 15.1.2009 07:19
Þriðja Heathrow-flugbrautin væntanleg Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, mun á næstu dögum heimila lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvellinum í London en umhverfisverndarsamtök hafa deilt harkalega á þá framkvæmd. 15.1.2009 07:17
Missti stjórn á bíl við Kúagerði Enginn slasaðist þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Reykjanesbraut við Kúagerði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði utan vegar og skemmdist talsvert. Talið er að krapi á veginum hafi valdið því að svona fór. 15.1.2009 07:13
Brotist inn í vinnuskúr og verslun Brotist var inn í vinnuskúr á Álftanesi og tölvuverslun í Kópavogi í nótt. Ekki er vitað hverju var stolið úr skúrnum en að minnsta kosti einnar fartölvu er saknað úr búðinni. Þjófarnir eru ófundnir og eru málin í rannsókn. 15.1.2009 07:10
Sextán handteknir í umfangsmikilli aðgerð Selfosslögreglu Sextán manns voru handteknir og húsleitir gerðar á sex stöðum á Selfossi, í Hveragerði og í Grímsnesi, í viðamikilli aðgerð lögreglunnar á Selfossi í gær. 15.1.2009 07:06
Starfslokabæjarstjórinn græðir 10 milljónir á húsasölu til bæjarins Grindavíkurbær hefur keypt einbýlishús Ólafs Arnar Ólafssonar, fyrrum bæjarstjóra, fyrir fimmtíu milljónir króna. Kaupin eru hluti af starfslokasamningi Ólafs sem lét af störfum í sumar en verður á launum til seinnihluta ársins 2010. 14.1.2009 22:15
Enn í haldi lögreglu grunaður um íkveikju Karlmaður sem grunaður er um íkveikju þegar eldur var lagður að í húsi við Tryggvagötu um hádegisbilið í dag er enn í haldi lögreglu og gistir í fangageymslu í nótt. Maðurinn og kona sem búsett er í húsinu, sem skemmdist mikið, höfðu átt í erjum. 14.1.2009 21:46
78 ár á milli elsta og yngsta þingfulltrúa Flokksþing framsóknarmanna verður haldið um næstu helgi í Valsheimilinu að Hlíðarenda við Öskjuhlíð í Reykjavík. Þar verður tekist á stefnu flokksins í Evrópumálum og ný forysta kjörin. 78 ár eru á milli elsta þingfulltrúans og þess yngsta sem verður 17 ára í mars næstkomandi. Elsti þingfulltrúinn er Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi ráðherra, frá Mjóafirði sem verður 95 ára í september. 14.1.2009 22:09
Umferðarslys á Reykjanesbraut Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning rétt fyrir hálf átta í kvöld um umferðaróhapp á Reykjanesbrautinni í Kúagerði. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni sökum krapa á Reykjanesbraut með þeim afleiðinum að hún hafnaði utan vegar á milli akreinanna. Engin slys á fólki en bifreiðin skemmdist talsvert og var flutt af vettvangi með kranabifreið. 14.1.2009 21:53
Geir biður ekki um aukna vernd Forsætisráðherra ætlar ekki að óska eftir aukinni vernd eftir að mótmælendur veittust að honum í gær. 14.1.2009 19:45
Forræði yfir auðlindum - aðildarviðræður við ESB Lagt er til að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu í ályktunardrögum sem verða lögð fyrir flokksþing Framsóknarflokksins sem hefst á föstudaginn. Einnig eru sett fram markmið í aðildarviðræðum í drögunum og eru fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. 14.1.2009 19:39
Notkun nauðgunarlyfja algengri en tölur sýna Notkun deyfandi lyfja og svonefndra nauðgunarlyfja er talin mun algengari en tölur sýna. Margir sleppa með skrekkinn áður en til ofbeldis kemur. 14.1.2009 19:31
Víðast hvar hálka og hálkublettir Hálka og hálkublettir eru um land allt. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að hálkublettir eru á Sandskeiði og á Hellisheiði er hálka og éljagangur og hálka í Þrengslum. Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir á öllum leiðum. Hálka og éljagangur er á Holtavöðuheiði og þá er hálka á Bröttubrekku. Á Norðurlandi og Austurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Hálka og éljagangur er í Vatnsskarði. 14.1.2009 21:57
350 milljón króna pottur í Víkingalottóinu Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld aðra vikuna í röð og verður potturinn því þrefaldur næsta miðvikudag. Á vef Íslenskrar getspár segir að fyrsti vinningur verði allt að 350 milljónir. Ef Ofurpotturinn gengur einnig út ætti potturinn að verða um 500 milljónir króna næsta miðvikudag. 14.1.2009 20:01
Friðarviðræðum framhaldið í Egyptalandi Rúmlega þúsund Palestínumenn hafa fallið síðan árásir Ísraela á Gaza hófust fyrir rúmum þremur viku. Þetta segja læknar á svæðinu. Þriðjugur fallinna mun börn. Á sama tíma hafa þrettán Ísraelar fallið. Hart hefur verið barist nærri Gazaborg í dag. Óvíst er þó hvort hermenn halda inn í borgina af ótta við enn meira blóðbað í skotbardögum þar. 14.1.2009 19:19
ESB yfirtekur ekki olíu- og gasframleiðslu Breta og Hollendinga Evrópusambandið segir það alrangt að yfirtaka eigi olíu- og gasframleiðslu Breta og Hollendinga. Í grein í breska blaðinu Daily Express í gær sagði að Evrópusambandið ætlaði að yfirtaka olíu- og gasframleiðslu Breta og Hollendinga í samræmi við leynilega valdheimild sem hefði verið skrifuð inn í Lissabon sáttmálann. 14.1.2009 19:09
Þurftu ekki að yfirtaka skuldir Icesave Íslenskir og breskir lögmenn túlka tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar á þá vegu að að íslenska innistæðutryggingasjóðnum, og þar með íslenska ríkinu, bar ekki að ábyrgjast Icesave-skuldbindingar Landsbankans. Svo virðist sem Evrópusambandið hafi óttast ef íslenskir skattgreiðendur tækju ekki á sig ábyrgðina gæti bankakerfi Evrópu riðað til falls. Þetta fullyrðir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, frambjóðandi til formanns Framsóknarflokksins, á bloggsíðu sinni. 14.1.2009 19:00
Birna íhugar að sækja um Birna Einarsdóttir, bankastjóri Glitnis, íhugar að sækja um stöðu bankastjóra þegar hún verður auglýst. Eftir efnhagshrunið voru nýir bankastjórar ríkisbankanna ráðnir með hraði af bráðabirgðastjórnum og ljóst var í gær að bankastjórastöðurnar yrðu auglýstar. 14.1.2009 18:58
Olíuleitin á Drekasvæðinu skapar störf Olíuleitin sem verið er að bjóða út á Drekasvæðinu mun velta tugum milljarða króna og byrja að skapa störf og vaxandi umsvif á norðausturlandi þegar upp úr næstu áramótum. 14.1.2009 18:54
Tjón vegna jarðskjálfta á sjöunda milljarð króna Áætlað er að tjón vegna jarðskjálftans á Suðurlandi síðasta vor nemi á sjöunda milljarð króna. Af því greiðir ríkið rúmar sjö hundruð milljónir króna í styrki meðal annars vegna tjóns sem ekki fæst bætt hjá Viðlagatryggingu. 14.1.2009 18:42
Uppsagnir hjá Landhelgisgæslunni Um tuttugu starfsmönnum Landhelgisgæslunnar verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót. Boðað hefur verið til starfsmannafundar á morgun þar sem þetta verður tilkynnt formlega en um 160 manns vinna nú hjá Landhelgisgæslunni. 14.1.2009 18:30
Ráða lögfræðing vegna deilu við Háskóla Íslands Félag prófessora við ríkisháskóla hafa ráðið Ragnar Tómaas Árnason lögfræðing til þess að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna vegna ákvörðunar Háskóla Íslands um að auka kennsluskyldu kennara og minnka rannsóknarskyldu þeirra. Félagið telur að þarna sé um kjarabundin starfsréttindi að ræða. 14.1.2009 17:57
Segja Hamas ætla að samþykkja tillögu um vopnahlé Heimildir Sky fréttastöðvarinnar og spænsku fréttarstöðvarinnar Elpais herma að Hamas-samtökin séu í grundvallaratriðum búin að samþykja tillögu Egypta um vopnahlé. Búist er við að þetta verði tilkynnt á blaðamannafundi sem hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. 14.1.2009 17:28
Lönduðu 650 tonnum af gulldeplu í Eyjum Nýlokið er löndun á 650 tonnum af gulldeplu úr Hugin VE 55 í Vestmannaeyjum. Aflinn veiddist á Grindavíkurdjúpi. Gulldeplan finnst nú í stórum torfum suður af landinu. 14.1.2009 16:46
Benni Ólsari ákærður fyrir Kompás-árás Benjamín Þ. Þorgrímsson hefur verið ákærður fyrir að ráðast á Ragnar Ólaf Magnússon á bílastæði við Hafnarvogina við Hafnarfjarðarhöfn. 14.1.2009 16:41
Atvinnulausum fjölgar um eitt þúsund á einni viku Rúmlega 11 þúsund manns eru nú á atvinnuleysisskrá samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Fyrir viku síðan voru atvinnulausir 10.050 og hefur því fjölgað um rúmlega eitt þúsund á einni viku. 14.1.2009 16:06