Innlent

Tíu umferðaróhöpp á Akureyri

Tíu umferðaróhöpp urðu á Akureyri frá hádegi og fram að kvöldmat í gær, sem öll eru rakin til flughálku á öllum götum bæjarins. Enginn meiddist alvarlega en þrír leituðu aðhlynningar á sjúkrahúsinu.

Snjómugga hefur verið á Akureyri í alla nótt og hiti er við frostmark. Lögregla varar því við mikilli hálku í bænum og Vegagerðin varar við hálku um allt land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×