Innlent

Fengu lyklana af einbýlishúsi starfslokabæjarstjórans

Einbýlishúsið við Glæsivelli í Grindavík.
Einbýlishúsið við Glæsivelli í Grindavík.

Bæjaryfirvöld í Grindavík fengu í morgun afhenta lykla að dýrasta einbýlishúsi bæjarins. Bærinn keypti húsið á 50 milljónir í vikunni en seljandinn er fyrrverandi bæjarstjóri Grindavíkur, sem hagnaðist um 10 milljónir við söluna.

Ólafur Örn Ólafsson keypti þetta glæsilega einbýlishús við Glæsivelli í Grindavík árið 2007 á 40 milljónir. Ólafur var þá bæjarstjóri í Grindavík en hann var látinn fara í sumar þegar meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sprakk. Ólafur er hins vegar ekki á flæðiskeri staddur því samkvæmt ákvæðum í ráðningarsamningi hans heldur hann fullum launum út kjörtímabilið.

Ólafur er með 1,2 milljónir króna í laun á mánuði. Þar að auki skuldbatt Grindavíkurbær sig til að kaupa húsið hans Ólafs ef það seldist ekki á markaði. Frá þessum kaupum var gegnið nú í vikunni og kaupverðið: 49.7 milljónir króna. Það gera tæpar 10 milljónir króna í söluhagnað fyrir Ólaf á tæpum tveimur áraum tvö ár.

Húsið er 250 fermetrar en þar eru 8 herbergi. Fermetraverðið er 200 þúsund krónur. Fjölmörg einbýlishús eru til sölu í bænum og eru þau flest á bilinu 25 til 30 milljónir.












Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×