Innlent

,,Við eigum ekki pening"

Ferðum varðskipa Landhelgisgæslunnar verður fækkað og verulega dregið úr annarri starfssemi til að mæta vaxandi kostnaði. Stofnunin boðar hópuuppsagnir um næstu mánaðarmót.

Rekstur Landhelgisgæslunnar hefur verið gríðarlega þungur undanfarna mánuði og kostnaður margfaldast í kjölfar gengishrunsins. Á bilinu 28 til 35 starfsmönnum verður að óbreyttu sagt upp störfum um næstu mánaðarmót en 160 vinna nú hjá Landhelgisæslunni.

,,Það er nú vegna þess að við eigum ekki pening," sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, spurður hvers vegna farið verður í þessar aðgerðir.

Landhelgisgæslan fær 2,7 milljarða í rekstrarfé á þessu ári samkvæmt fjárlögum en það er nánast sama upphæð og hún fékk í fyrra.

,,Við breytum verksviði manna. Við drögum úr starfsemi. Við minnkum siglingar, minnkum olíunotkun, drögum úr flugi, drögum úr útgerð sjómælingarbáts þannig að þetta er á öllum sviðum," sagði Georg.

Reynt verður að halda þyrluflugi óbreyttu. ,,Í þessari vinnu þá miðum við það að draga sem allra allra minnst úr björgunargetu Landhelgisgæslunnar, en auðvitað mun þetta hafa áhrif á allar deildir."










Tengdar fréttir

Landhelgisgæslan dregur úr starfsemi - á þriðja tug sagt upp

Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis er einsýnt að draga þarf úr allri starfsemi Landhelgisgæslu Íslands. Dregið verður úr útgerð varðskipa, flugi, sjómælingum sem og annarri starfsemi. Fyrirhugað er að segja upp á bilinu 20 til 30 manns. Uppsagnir starfsmanna og aðrar breytingar í starfsmannahaldi munu snerta allar deildir Landhelgisgæslunnar.

Uppsagnir hjá Landhelgisgæslunni

Um tuttugu starfsmönnum Landhelgisgæslunnar verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót. Boðað hefur verið til starfsmannafundar á morgun þar sem þetta verður tilkynnt formlega en um 160 manns vinna nú hjá Landhelgisgæslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×