Innlent

Útiloka ekki íkveikju - myndband

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin.

Níu manns sluppu naumlega úr brennandi húsinu og um 70 slökkviliðsmenn börðust við eldinn í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér.

Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálffjögur og var húsið alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Þykir ganga kraftaverki næst að allir íbúarnir skuli hafa sloppið út. Allt vakthafandi slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent á staðinn og allir slökkviliðsmenn á frívakt voru ræstir út og barðist 70 manna lið við að slökkva eldinn og verja nálæg hús.

Í þeim voru rúður farnar að springa og eldtungur teygðu sig um tíma í þau, en slökkviliðsmönnum tókst með harðfylgi að verja þau. Þeir fóru meðal annars upp á þök nálægra húsa og sprautuðu þaðan. Kallað var á strætisvagn til að skjóta skjólshúsi yfir fólkið úr húsinu og nálægum húsum, sem voru rýmd til öryggis. Þar tóku starfsmenn Rauða krossins á móti fólkinu og var því síðan ekið heim til vina og ættingja og á Hótel Lind.

Húsið, sem var þrílyft timburhús með þremur íbúðum, er gjörónýtt. Eldsupptök eru ókunn en fulltrúar tryggingafélaga eru nú að meta tjón í nálægum húsum, þar sem reykur komst inn.

Hægt er að sjá myndaalbúm með myndum af vettvangi með þessari frétt.

NordicPhotos/Þorgeir Ólafsson
NordicPhotos/Þorgeir Ólafsson
NordicPhotos/Þorgeir Ólafsson
NordicPhotos/Þorgeir Ólafsson
NordicPhotos/Þorgeir Ólafsson
NordicPhotos/Þorgeir Ólafsson
NordicPhotos/Þorgeir Ólafsson
NordicPhotos/Þorgeir Ólafsson
NordicPhotos/Þorgeir Ólafsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×