Útiloka ekki íkveikju - myndband 16. janúar 2009 11:05 Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin. Níu manns sluppu naumlega úr brennandi húsinu og um 70 slökkviliðsmenn börðust við eldinn í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálffjögur og var húsið alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Þykir ganga kraftaverki næst að allir íbúarnir skuli hafa sloppið út. Allt vakthafandi slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent á staðinn og allir slökkviliðsmenn á frívakt voru ræstir út og barðist 70 manna lið við að slökkva eldinn og verja nálæg hús. Í þeim voru rúður farnar að springa og eldtungur teygðu sig um tíma í þau, en slökkviliðsmönnum tókst með harðfylgi að verja þau. Þeir fóru meðal annars upp á þök nálægra húsa og sprautuðu þaðan. Kallað var á strætisvagn til að skjóta skjólshúsi yfir fólkið úr húsinu og nálægum húsum, sem voru rýmd til öryggis. Þar tóku starfsmenn Rauða krossins á móti fólkinu og var því síðan ekið heim til vina og ættingja og á Hótel Lind. Húsið, sem var þrílyft timburhús með þremur íbúðum, er gjörónýtt. Eldsupptök eru ókunn en fulltrúar tryggingafélaga eru nú að meta tjón í nálægum húsum, þar sem reykur komst inn. Hægt er að sjá myndaalbúm með myndum af vettvangi með þessari frétt. NordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir Ólafsson Tengdar fréttir Kraftaverk að allir íbúar sluppu þegar hús brann við Klapparstíg Níu manns sluppu naumlega og ósárir út úr brennandi íbúðarhúsi að Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. 16. janúar 2009 07:06 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki útilokað að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Enn eru eldsupptök þó ókunn og vill lögregla ekki tjá sig um málið að svo stöddu enda er rannsóknin skammt á veg komin. Níu manns sluppu naumlega úr brennandi húsinu og um 70 slökkviliðsmenn börðust við eldinn í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálffjögur og var húsið alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Þykir ganga kraftaverki næst að allir íbúarnir skuli hafa sloppið út. Allt vakthafandi slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent á staðinn og allir slökkviliðsmenn á frívakt voru ræstir út og barðist 70 manna lið við að slökkva eldinn og verja nálæg hús. Í þeim voru rúður farnar að springa og eldtungur teygðu sig um tíma í þau, en slökkviliðsmönnum tókst með harðfylgi að verja þau. Þeir fóru meðal annars upp á þök nálægra húsa og sprautuðu þaðan. Kallað var á strætisvagn til að skjóta skjólshúsi yfir fólkið úr húsinu og nálægum húsum, sem voru rýmd til öryggis. Þar tóku starfsmenn Rauða krossins á móti fólkinu og var því síðan ekið heim til vina og ættingja og á Hótel Lind. Húsið, sem var þrílyft timburhús með þremur íbúðum, er gjörónýtt. Eldsupptök eru ókunn en fulltrúar tryggingafélaga eru nú að meta tjón í nálægum húsum, þar sem reykur komst inn. Hægt er að sjá myndaalbúm með myndum af vettvangi með þessari frétt. NordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir ÓlafssonNordicPhotos/Þorgeir Ólafsson
Tengdar fréttir Kraftaverk að allir íbúar sluppu þegar hús brann við Klapparstíg Níu manns sluppu naumlega og ósárir út úr brennandi íbúðarhúsi að Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. 16. janúar 2009 07:06 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Kraftaverk að allir íbúar sluppu þegar hús brann við Klapparstíg Níu manns sluppu naumlega og ósárir út úr brennandi íbúðarhúsi að Klapparstíg 17 í Reykjavík í nótt. Þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild vegna gruns um reikeitrun, en þær hafa náð sér. 16. janúar 2009 07:06