Erlent

Flugvél hrapaði við New York - 135 um borð

MYND/BBC

Flugvél frá flugfélaginu US Airways hrapaði í Hudson-ánna í New York fylki fyrir stundu. Á vef BBC kemur fram að björgunarbátar séu komnir að vélinni og reyna björgunarmenn að koma farþegunum til bjargar.

,,Nokkrum mínutum eftir flugtak heyrðum við mikinn hvell, vélinn nötraði og samstundis fundum við lykt af reyk og sáum eld," hefur BBC eftir farþega sem bjargað var úr vélinni eftir að hún brotlenti.

Ekki er vitað af hverju flugvélin hrapaði en fulltrúi flugmálastjórnar segir að hugsanlega hafi vélin flogið í gegnum stóran fuglahóp með þeim afleiðingum að vélin lenti í ánni.

Vélin sem er að gerðinni Airbus A320 var á leið frá LaGuardia flugvellinum í New York til Charlotte í Norður-Karólínu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×