Erlent

Innanríkisráðherra Hamas felldur ásamt syni

Said Siaym.
Said Siaym.

Said Siyam, innanríkisráðherra Hamas á Gaza-svæðinu var felldur í dag í loftárás Ísraela. Hann er einn æðsti forystumaður samtakanna sem fallið hefur frá því að árásirnar hófust fyrir rúmlega 20 dögum. Siaym var yfirmaður nokkur þúsund Palestínumanna í öryggissveit Hamas-liða á svæðinu.

Bróður og sonur Siayms féllu einnig í árásinni sem og tveir embættismenn Hamas-samtakanna.

Siaym, sem var fimmtugur, var kjörinn á þing Palestínumanna árið 2006. Ári síðar var hann gerður að innanríkisráðherra Hamas og gengdi lykilhlutverki þegar samtökin tóku öll völd á Gaza-svæðinu í júní 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×