Innlent

Meiri áhrif kvenna hefðu dregið úr kreppunni

Félagsmálaráðherra telur að Ísland hefði farið betur út úr kreppunni ef konur hefðu haft meiri áhrif. Hún hallast að því að setja kynjakvóta til að uppfylla ákvæði stjórnarskrár um jafnan rétt kynjanna.

Þetta kom fram í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur við setningu jafnréttisþings í morgun. Þar kom fram að óþolandi væri hve illa gengi að uppræta kynbundinlaunamun, sem enn viðgengst hér á landi og sagði ráðherra að svo virtist sem stöðnun ríkti í þeim efnum. Ráðherra vísaði í rannsókn sem unnin var í Finnlandi, sem sýndi að fyrirtæki undir stjórn kvenna skiluðu 10% meiri arði en fyrirtæki undir stjórn karla.

Þá sýni rannsóknir að konur séu varfærnair í fjármálum en karlar. Þær væru hagsýnni en karlar, stofni síður til skulda og leggi minna upp úr yfirbyggingu í rekstri. Jóhanna sagðist ekki geta varist þeirri hugsun hvort Ísland hefði farið eins illa út úr fjármálakreppunni og raun ber vitni, ef konur hefðu verið virkari þátttakendur í stjórnun þeirra atvinnu- og fjármálafyrirtækja og eftirlistsstofnana sem mestu réðu um að svo fór sem fór. Hún hafi sannarlega sínar efasemdir í þeim efnum.

Þá sagðist félagsmálaráðherra hallast æ meira að notkun kynjakvóta itl þess að uppfylla ákvæði stjórnarskrárinnar umjafnan rétt karla og kvenna og vill ráðherra að alvarlega verði skoðað hvort lög um slíkt eigi ekki að setja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×