Innlent

Rúmlega 5000 sæti seld - íbúar á Fróni enn í ferðahug

Matthías Imsland er forstjóri Iceland Express.
Matthías Imsland er forstjóri Iceland Express.

Alls seldust tæplega 5000 sæti, til fjögurra áfangastaða, fyrstu fimm klukkustundirnar á sérstökum tilboðum Iceland Express í dag. Eða um 1 þúsund sæti á klukkustund. Síðdegis var komið til móts við óánægju þeirra sem lentu í erfiðleikum með bókanir, með því að bæta 1000 tilboðsmiðum við þá 5000 sem upphaflega stóðu til boða.

,,Margir gripu tækifærið og bókuðu ferðir sínar nú, en sæti á þessu verði voru eingöngu í boði í dag. Álagið á vefþjóna Iceland Express var svo mikið rétt áður en salan hófst, að þeir hrundu. Þetta gerðist þrátt fyrir að sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar til að auka bandvíddina," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Forsvarsmenn Iceland Express telja að þessi mikla ásókn í ódýr sæti, sýni að ferðalög séu áfram ofarlega á forgangslista íbúa á Fróni. ,,Þau teljist almennt til mikilvægra lífsgæða, þrátt fyrir kreppuna, auk þess sem margir séu að nýta tækifærið til að fara í ódýrar heimsóknir til vina og ættingja erlendis, eða að námsmenn séu að skjótast heim í frí."


Tengdar fréttir

Vefþjónar Iceland Express hrundu vegna álags

Iceland Express boðaði til rýmingarsölu á flugsætum í morgun sem stendur frá klukkan 12 á hádegi til miðnættis. Í kjölfar þess hrundu allir vefþjónar fyrirtækisins vegna álags en unnið er að viðgerð.

5000 flugsæti á rýmingarsölu Iceland Express

Í ljósi núverandi efnahagsástands hefur Iceland Express ákveðið að efna til rýmingarsölu á 5000 flugsætum í janúar og febrúar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að útsalan standi yfir í 12 klukkustundir, frá kl. 12 á hádegi til miðnættis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×