Innlent

Reyknesingar virkja tækifærin

Frá opnunarathöfninni í gær.
Frá opnunarathöfninni í gær.

Virkjun á Vallarheiði hóf starfsemi sína í gær. Þar verður starfsemi fyrir íbúa á Reykjanesi sem leita nýrra tækifæra í atvinnu eða námi.

Virkjun er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Vinnumálastofnunnar, verkalýðsfélaga fyrirtækja og menntastofnana á svæðinu. Auk þess sem þar verður miðstöð þeirra sem leita nýrra tækifæra í atvinnu og námi þá verður Virkjun einnig samkomustaður fólks sem vill breyta því áfalli sem atvinnuleysi er í ný tækifæri á atvinnumarkaði. Það verður gert með námi, námskeiðum, tómstundum og menningarstarfsemi.

Miðstöðin er til húsa í byggingu 740 á Vallarheiði en þar var launaskrifstofa varnarliðsins til húsa hér á árum áður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×