Erlent

Allir taldir á lífi

MYND/BBC

Samkvæmt fulltrúa flugmálastjórnar Bandaríkjanna er uallir farþegarnir sem voru borð í flugvél US Airways sem hrapaði í Hudson-ánna í New York fylki í kvöld á lífi. Að minnsta kosti 150 voru um borð í vélinni.

Ekki er vitað af hverju flugvélin hrapaði en fulltrúi flugmálastjórnar segir að hugsanlega hafi vélin flogið í gegnum stóran fuglahóp með þeim afleiðingum að vélin lenti í ánni.

Vélin sem er að gerðinni Airbus A320 var á leið frá LaGuardia flugvellinum í New York til Charlotte í Norður-Karólínu.






Tengdar fréttir

Flugvél hrapaði við New York - 135 um borð

Flugvél frá flugfélaginu US Airways hrapaði í Hudson-ánna í New York fylki fyrir stundu. Á vef BBC kemur fram að björgunarbátar séu komnir að vélinni og reyna björgunarmenn að koma farþegunum til bjargar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×