Erlent

Nýstárlegt „flughótel“ í Svíþjóð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hótelstjórinn í einu herbergja sinna.
Hótelstjórinn í einu herbergja sinna. MYND/Independent

Sænskur frumkvöðull að nafni Oscar Dios hefur opnað hótel sem ætlað er að losa þá, sem finnst óbærilegt að sofa í flugvélum, við óþægindin.

Hótelið er Boeing 747-breiðþota sem hólfuð hefur verið niður í 25 herbergi og brúðarsvítu í flugstjórnarklefanum. Vélinni var lagt árið 2002 en nú er hún staðsett við Arlanda-flugvöllinn í Stokkhólmi og býður upp á flest þau þægindi sem þekkjast á hefðbundnum hótelum.

Sá böggull fylgir þó skammrifi að 72 gestir þurfa að deila með sér níu klósettum. Aðeins svítan hefur sitt einkasalerni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×