Innlent

Gísli Marteinn bað um leyfi í dag

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Á fundi borgarráðs í dag var lagt fram bréf Gísla Marteins Baldurssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann óskaði eftir leyfi frá störfum sem borgarfulltrúi frá 12. janúar til 1. júní. Leyfið ætlar Gísli að nýta til að ljúka námi en síðastliðið haust fór hann ásamt fjölskyldu sinni út til náms við Edinborgarháskóla.

Gísli greindi frá því á bloggsíðu sinni fyrir jól að hann hugðist taka sér leyfi frá störfum í borgarstjórn. Hann sagðist ekki hafa getað sinnt náminu eins vel og hann vildi vegna starfa í borgarmálum.

Sif Sigfúsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur sæti Gísla.

Gísli var kjörinn borgarfulltrúi í maí 2006. Áður hafði hann verið varaborgarfulltrúi í fjögur ár.






Tengdar fréttir

Gísli Marteinn í launalaust leyfi

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi mun taka launalaust frí frá störfum borgarstjórnar eftir áramót. Gísli greinir frá þessu í bloggfærslu sem hann skrifaði á vefsíðu sína nú í kvöld.

Sif svarar kallinu

Sif Sigfúsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ætlar að taka sæti í borgarstjórn Reykjavíkur þegar Gísli Marteinn Baldursson tekur sér launalaust leyfi frá borgarmálunum í janúar. ,,Ég ætla að svara kallinu," segir Sif. Nýja starfið leggst ágætlega í hana en hún tekur jafnframt fram að einungis sé um fáeina mánuði að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×