Innlent

Ólafur Ragnar fær ekki launalækkun

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Kjararáð getur ekki lækkað laun forseta Íslands þrátt fyrir að hann hafi farið þess á leit við ráðið að það yrði gert. Á fundi ráðsins þann 13. janúar síðastliðinn varð niðurstaðan sú að hafna erindi forsetans í ljósi þess að það er óheimilt samkvæmt stjórnarskrá.

Ráðið tók hins vegar ekki afstöðu til þess hvort forsetinn gæti sjálfur afsalað sér hluta launa sinna „tímabundið eða varanlega, með tilkynningu til fjármálaráðherra," segir í frétt á heimasíðu Kjararáðs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×